Fá ekki að kjósa vegna fötlunar Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 12. október 2017 07:00 Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Skoðun Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun