Íslenski boltinn

Skagamenn hafa rætt við Jóhannes Karl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhannes Karl hefur náð eftirtektarverðum árangri með HK.
Jóhannes Karl hefur náð eftirtektarverðum árangri með HK. vísir/anton
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 er Jóhannes Karl Guðjónsson efstur á óskalista ÍA sem næsti þjálfari karlaliðs félagsins.

Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, staðfesti í samtali við íþróttadeild að Skagamenn hefðu talað við Jóhannes Karl en vildi ekki staðfesta að hann yrði næsti þjálfari liðsins.

„Við erum búnir að velta upp nokkrum nöfnum bæði Íslendingum og einnig erlendum þjálfurum,“ sagði Magnús.

Ólíklegt þykir að Jón Þór Hauksson, sem stýrði Skagamönnum í lokaleikjum Pepsi-deildar karla, verði með liðið í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.

Jón Þór sagðist í samtali við Fótbolta.net í dag ekkert hafa heyrt í forráðamönnum ÍA eftir að tímabilinu lauk.

Jóhannes Karl, sem er uppalinn hjá ÍA, náði frábærum árangri með HK á síðasta tímabili. Liðið vann 10 af 11 leikjum sínum í seinni umferðinni og endaði í 4. sæti Inkasso-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×