Íslenski boltinn

Ólafur Páll: Augljóst að það verða einhverjar breytingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Páll Snorrason var í dag ráðinn þjálfari Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hafði þjálfað Fjölni síðan 2012.

Ólafur Páll segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að fara til Fjölnis sem er hans uppeldisfélag.

„Nei, svosem ekki. Ég fyrst og fremst stoltur,“ sagði Ólafur Páll í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ólafur Páll hætti sem aðstoðarþjálfari hjá FH í síðustu viku, degi eftir að Heimi Guðjónssyni var sagt upp stöfum hjá Fimleikafélaginu.

„Ég taldi að þær forsendur að ég yrði áfram ekki lengur til staðar. Ég hef ákveðinn metnað í þjálfun og taldi mögulegt að ég gæti stigið þetta skref og því tók ég þessa ákvörðun,“ sagði Ólafur Páll.

Fjölnir endaði í 10. sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili sem var talsvert undir væntingum í Grafarvoginum. Ólafur Páll segir viðbúið að hann geri einhverjar breytingar hjá Fjölni.

„Það er augljóst að það verða einhverjar breytingar. En ég er ekki búinn að mynda mér fasta skoðun á því hverjar þær verða. Það verður ekki hjá því komist að ég geri einhverjar breytingar og vonandi verða þær til góðs,“ sagði Ólafur Páll.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ólafur Páll tekur við Fjölni

Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Grafarvogsfélagið.

Fjölnismenn ræða við Ólaf Pál

Ólafur Páll Snorrason, sem nýverið hætti sem aðstoðarþjálfari FH, er í viðræðum við Fjölni um að taka við þjálfun liðsins.

Heimir hættur með FH-liðið

Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari FH í Pepsi-deild karla en hann hefur þjálfað liðið frá 2008 og gert FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum.

Ólafur Páll hættur hjá FH

Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×