Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. október 2017 06:30 Liðlega 20 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa. Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa.
Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00