Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2017 11:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í góðum félagsskap. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. Hann telur að Russell Crowe myndi leika sig í kvikmynd og er ekki viss um hvort það að kryfja leðurblöku eða rappa með Ragnheiði Elínu sé það skrítnasta sem hann hefur gert. Bohemian Rahpsody með Queen er uppáhalds pepp-lagið hans og hann eldar dýrindis „afa lasagna“. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Sigurðar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins er annar í röðinni.Sigurður Ingi heldur mikið upp á hestaferðir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kerlingarfjöll - tvímælalaust.Tókstu sumar í sveit? Ekki bara sumar – heldur vetur, sumar, vor og haust – enda ólst ég upp í sveit.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Það sem á mínu heimili var kallað „pabba lasagna“ en er að breytast í „afa lasagna“.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Við eigum Toyotur tvær - eina Auris og einn LandCrusier – oft kallaðir – „Litli og Stóri“Hver er draumabíllinn? Rafmagnsbíll eða annarskonar bíll, drifinn áfram með umhverfisvænni orku, sem hægt er að keyra á Íslandi – um landið allt – í öllum veðrum. Hann mun koma.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Tja nú veit ég varla – hrekklaus maðurinn.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Það hrekkir mig enginn! Hikst hikst.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie – án vafa.Hefur þú komist í kast við lögin? Á árum mínum sem dýralæknir – keyrandi út um allar sveitir oft í bráðatilfellum, kom nokkrum sinnum fyrir að Lögreglan stöðvaði för vegna of mikils hraða. Það hefur lagast mikið en hef samt á tilfinningunni að enn sé verið að safna passamyndum af mér við vegi landsins.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Rauðvínsglas eða GogT, fer eftir stemmingu.Uppáhalds bókin? Ég var bókaormur sem drengur – las allt. Nú síðustu ár hefur það verið vinnutengdara. Finnst að maður þurfi að lesa Njálu á 5-10 ára fresti hið minnsta.Uppáhalds bíómynd? Sú sem ég hef oftast séð, þótt ótrúlegt sé, er Tónaflóð eða Sound of Music. Ekki endilega besta myndin – en já.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Einhverra hluta vegna hef ég séð Notting Hill og/eða Mamma Mia oftar en ég kæri mig um að viðurkenna. En ef ég er einn heima þá eru sögutengdar fortíðarmyndir eins og Spartacus frekar spilaðar.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Bohemian Rahpsody með Queen.Hefur þú farið í Costco? Nei en ég á víst kort.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei.Hefur þú migið í saltan sjó? Nei – það er eitt sem ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki öðlast reynslu vertíðarhásetans.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Má segja að hestaferð inn á hálendi Íslands með góðum félögum í góðu veðri sé bæði sólar- og menningarferð.Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hammari með frönskum og koktailsósu. Malt með.Sigurði Inga er margt til lista lagt.Ananas á pizzu? Já því ekki – er ekki matvandur – eins og á mér séstHvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Væri það ekki Russell Crowe?Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Ef átt er við pólitískar hreyfingar þá er það Samvinnuhreyfingin – en annars gætu það verið mjaðmahreyfingar. Hefðbundnara svar væri útivist.Trúir þú á líf eftir dauðan? Já. Hef mína barnatrú – hún hefur reynst mér vel.Sigurður Ingi ólst upp í sveit.Hefur þú átt gæludýr? Já „allan tímann“ – nokkra hunda og fleiri ketti.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Nú að sjálfsögðu Ungmennafél Hrunamanna þegar það á við, HSK eða Umf. Selfoss – en fer eftir keppnisgreinum. Þá held ég oft með því liði sem spilar skemmtilegasta boltann.Sterkasta minning úr æsku? Dramatískasta: Kistulagning afa míns heima. Kostulegasta: Þegar móðir mín heitin bar mig grenjandi í skólann fyrsta skóladaginn – en dagurinn var ekki verri en svo að ég var næstu 20 ár í skóla!Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Kryfja leðurblöku eða rappa með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins – veit ekki hvort er skrítnara? Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. Hann telur að Russell Crowe myndi leika sig í kvikmynd og er ekki viss um hvort það að kryfja leðurblöku eða rappa með Ragnheiði Elínu sé það skrítnasta sem hann hefur gert. Bohemian Rahpsody með Queen er uppáhalds pepp-lagið hans og hann eldar dýrindis „afa lasagna“. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Sigurðar við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins er annar í röðinni.Sigurður Ingi heldur mikið upp á hestaferðir.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kerlingarfjöll - tvímælalaust.Tókstu sumar í sveit? Ekki bara sumar – heldur vetur, sumar, vor og haust – enda ólst ég upp í sveit.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? Það sem á mínu heimili var kallað „pabba lasagna“ en er að breytast í „afa lasagna“.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? Við eigum Toyotur tvær - eina Auris og einn LandCrusier – oft kallaðir – „Litli og Stóri“Hver er draumabíllinn? Rafmagnsbíll eða annarskonar bíll, drifinn áfram með umhverfisvænni orku, sem hægt er að keyra á Íslandi – um landið allt – í öllum veðrum. Hann mun koma.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? Tja nú veit ég varla – hrekklaus maðurinn.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? Það hrekkir mig enginn! Hikst hikst.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie – án vafa.Hefur þú komist í kast við lögin? Á árum mínum sem dýralæknir – keyrandi út um allar sveitir oft í bráðatilfellum, kom nokkrum sinnum fyrir að Lögreglan stöðvaði för vegna of mikils hraða. Það hefur lagast mikið en hef samt á tilfinningunni að enn sé verið að safna passamyndum af mér við vegi landsins.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? Rauðvínsglas eða GogT, fer eftir stemmingu.Uppáhalds bókin? Ég var bókaormur sem drengur – las allt. Nú síðustu ár hefur það verið vinnutengdara. Finnst að maður þurfi að lesa Njálu á 5-10 ára fresti hið minnsta.Uppáhalds bíómynd? Sú sem ég hef oftast séð, þótt ótrúlegt sé, er Tónaflóð eða Sound of Music. Ekki endilega besta myndin – en já.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Einhverra hluta vegna hef ég séð Notting Hill og/eða Mamma Mia oftar en ég kæri mig um að viðurkenna. En ef ég er einn heima þá eru sögutengdar fortíðarmyndir eins og Spartacus frekar spilaðar.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? Bohemian Rahpsody með Queen.Hefur þú farið í Costco? Nei en ég á víst kort.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? Nei.Hefur þú migið í saltan sjó? Nei – það er eitt sem ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki öðlast reynslu vertíðarhásetans.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Má segja að hestaferð inn á hálendi Íslands með góðum félögum í góðu veðri sé bæði sólar- og menningarferð.Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hammari með frönskum og koktailsósu. Malt með.Sigurði Inga er margt til lista lagt.Ananas á pizzu? Já því ekki – er ekki matvandur – eins og á mér séstHvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? Væri það ekki Russell Crowe?Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? Ef átt er við pólitískar hreyfingar þá er það Samvinnuhreyfingin – en annars gætu það verið mjaðmahreyfingar. Hefðbundnara svar væri útivist.Trúir þú á líf eftir dauðan? Já. Hef mína barnatrú – hún hefur reynst mér vel.Sigurður Ingi ólst upp í sveit.Hefur þú átt gæludýr? Já „allan tímann“ – nokkra hunda og fleiri ketti.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? Nú að sjálfsögðu Ungmennafél Hrunamanna þegar það á við, HSK eða Umf. Selfoss – en fer eftir keppnisgreinum. Þá held ég oft með því liði sem spilar skemmtilegasta boltann.Sterkasta minning úr æsku? Dramatískasta: Kistulagning afa míns heima. Kostulegasta: Þegar móðir mín heitin bar mig grenjandi í skólann fyrsta skóladaginn – en dagurinn var ekki verri en svo að ég var næstu 20 ár í skóla!Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? Kryfja leðurblöku eða rappa með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins – veit ekki hvort er skrítnara?
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15