Formannaáskorun Vísis: Fannst hann litinn hornauga eftir nektarmyndatöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2017 11:00 Óttarr telur að Donald Sutherland gæti leikið sig í kvikmynd. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lét einu sinni plata sig til að sitja nakinn fyrir í ljósmyndatöku í Bókabúð Máls og menningar þar sem hann vann og telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. Hann segir sviðið á Nasa við Austurvöll vera í uppáhaldi og þaðan sé besta útsýni landsins. Þá segir hann The Big Lebowski vera sína uppáhalds kvikmynd og hann er hugfanginn af eðlum og öðrum furðudýrum. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Óttars við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar er sá þriðji í röðinni.Óttarr var í hljómsveitinni Pollapönk, sem keppti í Eurovision árið 2014.Vísir/StefánHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? -Sviðið á Nasa við Austurvöll er í miklu uppáhaldi því þaðan er jú besta útsýnið á landinu. Utanhús hef ég löngum verið mikill aðdáandi strandar Kleifarvatns því þar er einhvern veginn meiri þögn en annars staðar í veröldinni.Tókstu sumar í sveit? -Ég eyddi flestum sumrum með annan fótinn í sveitinni. Var svo nokkur sumur vinnumaður í sveit vestur á Fellsströnd í Dölum. Sveitin skipulagði mig og kenndi mér að hendast í verkin.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? -Ég er alltof latur í eldhúsinu enda lífið afskaplega óskipulagt þessi árin. Bý til úrvals lasagna enda með leyniuppskrift frá mömmu.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? -Keyri eins lítið og ég get. Erum með Cherokee 2006 sem er óskírður og 20 ára gamla Mözdu sem gengur undir nafninu Traustur enda ódrepandi eintak.Hver er draumabíllinn? -Rafmagnshjól og pollagalli.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? -Er fullkomnlega hrekklaus... en af einhverjum ástæðum trúði vinkona mín því árum saman að New York Fire Museum væri safn af logandi eldum sem hefði verið haldið lifandi frá helstu eldsvoðum sögunar. Það var alveg óvart, brandari sem gleymdist að skilgreina sem slíkan.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? -Keflavík Music FestivalUppáhalds tónlistarmaður? -Guðni Finnsson bassaleikari er mitt uppáhald. Flestar plötur á ég þó sennilega með nígeríska snillingnum Fela Kuti.Óttarr Proppé í myndbandi lagsins Burt með kvótann með hljómsveitinni Rass.Hefur þú komist í kast við lögin? -22 ára var ég auli og settist drukkinn undir stýri. Til allrar hamingju var ég umsvifalaust stöðvaður af lögreglunni áður en slys hlaust af. Þetta var eitt af því sem hafði mikil áhrif á það að ég hætti að drekka fyrir að verða 20 árum. Það að hætta að drekka er eitthvað það mesta heillaspor sem ég hef stígið. Annars hef ég helst komist í kast við landamæraverði td í Austur Þýskalandi og á Puerto Rico en það hefur alltaf verið misskilningur sem leystist hratt og vel úr.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? -Rótsterkur kaffisopalingur.Uppáhalds bókin? -Þessa dagana er ég alveg hugfanginn af minningabók Guðmundar Jónssonar Heyrt og séð erlendis: garðyrkjumaður segir frá. Þykir mest vænt um bækur sem fá mig til að klóra mér i hausnum.Uppáhalds bíómynd? -The Big Lebowski þeirra Cohen bræðra er fullkomin bíómynd sem er endalaust hægt að njóta.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? -John Candy er í miklu uppáhaldi hjá mér. Veit ekki hvor er í meira uppáhaldi Planes, Trains & Automobiles eða Who’s Harry Crumb sem hét Harry hvað? Í íslenskri þýðingu.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? -This town ain’t big enoug for the both of us með Sparks kemur mér alltaf í stuð.Hefur þú farið í Costco? -Ó já. Fjörið er í costco.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? -NeiHefur þú migið í saltan sjó? -Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? -Yfirleitt grípur maður stuttar stundir í borgum en draumafríið eru eyjar í heitu löndunum. Því afskekktari og mannlausari því betri.Uppáhalds þynnkumatur? -Harðfiskur með smjöri leysir flestan vanda.Ananas á pizzu? -Svo fremi það sé Pizza Roma á Horninu í Hafnarstræti. Besta pizza í heimi og þótt víðar væri leitað.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? -Er Donald Sutherland ennþá að? Annars lék Laddi mig einu sinni í Spaugstofunni. Það var mín stærsta stund.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? -Skátahreyfingin á í mér mörg bein :) En í alvöru talað eru göngur mín uppáhaldshreyfing bæði fyrir líkama og sál.Trúir þú á líf eftir dauðann? -Pæli ekki mikið í því en ég er staðfastur áhugamaður um líf fyrir dauðann.Hefur þú átt gæludýr? -Bjó með ýmsum köttum þar til ég fór að búa með konu minni sem er með ofnæmi. Á mjög vinalega fiska, þar á meðal vatnahákarlinn Josh sem er afskaplega blíður og hefur búið hjá okkur síðustu 10-12 árin.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? -FH í handbolta. Anítu Hinriksdóttur í öllu öðru.Sterkasta minning úr æsku? -Gleymi því aldrei þegar ég sá krókódíl í fyrsta skiptið. Hef verið hugfanginn af eðlum og öðrum furðudýrum alla tíð síðan.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? -Árið 2004 plataði Pétur Blöndal blaðamaður á Morgunblaðinu mig til að sitja nakinn fyrir á mynd til að kynna viku bókarinnar. Við ákváðum að taka myndina í Bókabúð Máls og menningar þar sem ég vann á þeim tíma seint um kvöld eftir lokun. Ég hafði hins vegar gleymt að verslunin var þrifin seint um kvöld. Það var talsvert sjokk fyrir skúringamanninn sem kom að okkur tveimur, mér berum í miðri bókabúðinni og ljósmyndara að smella af og stilla mér upp. Mér fannst hann líta mig ákveðnu hornauga eftir það. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lét einu sinni plata sig til að sitja nakinn fyrir í ljósmyndatöku í Bókabúð Máls og menningar þar sem hann vann og telur sig hafa valdið ákveðnu sjokki hjá ræstingarmanni sem gekk inn á myndatökuna. Hann segir sviðið á Nasa við Austurvöll vera í uppáhaldi og þaðan sé besta útsýni landsins. Þá segir hann The Big Lebowski vera sína uppáhalds kvikmynd og hann er hugfanginn af eðlum og öðrum furðudýrum. Þetta er brot af því sem kemur fram í svörum Óttars við Formannaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um Alþingiskosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla formenn skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Svör fleiri formannanna verða svo birt á næstu dögum og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar er sá þriðji í röðinni.Óttarr var í hljómsveitinni Pollapönk, sem keppti í Eurovision árið 2014.Vísir/StefánHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? -Sviðið á Nasa við Austurvöll er í miklu uppáhaldi því þaðan er jú besta útsýnið á landinu. Utanhús hef ég löngum verið mikill aðdáandi strandar Kleifarvatns því þar er einhvern veginn meiri þögn en annars staðar í veröldinni.Tókstu sumar í sveit? -Ég eyddi flestum sumrum með annan fótinn í sveitinni. Var svo nokkur sumur vinnumaður í sveit vestur á Fellsströnd í Dölum. Sveitin skipulagði mig og kenndi mér að hendast í verkin.Hvaða mat ert þú best/ur í að elda? -Ég er alltof latur í eldhúsinu enda lífið afskaplega óskipulagt þessi árin. Bý til úrvals lasagna enda með leyniuppskrift frá mömmu.Hvernig bíl ekur þú og hefur þú gefið honum nafn? -Keyri eins lítið og ég get. Erum með Cherokee 2006 sem er óskírður og 20 ára gamla Mözdu sem gengur undir nafninu Traustur enda ódrepandi eintak.Hver er draumabíllinn? -Rafmagnshjól og pollagalli.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert? -Er fullkomnlega hrekklaus... en af einhverjum ástæðum trúði vinkona mín því árum saman að New York Fire Museum væri safn af logandi eldum sem hefði verið haldið lifandi frá helstu eldsvoðum sögunar. Það var alveg óvart, brandari sem gleymdist að skilgreina sem slíkan.Besti hrekkurinn sem þú hefur lent í? -Keflavík Music FestivalUppáhalds tónlistarmaður? -Guðni Finnsson bassaleikari er mitt uppáhald. Flestar plötur á ég þó sennilega með nígeríska snillingnum Fela Kuti.Óttarr Proppé í myndbandi lagsins Burt með kvótann með hljómsveitinni Rass.Hefur þú komist í kast við lögin? -22 ára var ég auli og settist drukkinn undir stýri. Til allrar hamingju var ég umsvifalaust stöðvaður af lögreglunni áður en slys hlaust af. Þetta var eitt af því sem hafði mikil áhrif á það að ég hætti að drekka fyrir að verða 20 árum. Það að hætta að drekka er eitthvað það mesta heillaspor sem ég hef stígið. Annars hef ég helst komist í kast við landamæraverði td í Austur Þýskalandi og á Puerto Rico en það hefur alltaf verið misskilningur sem leystist hratt og vel úr.Uppáhalds föstudagskvöldsdrykkur? -Rótsterkur kaffisopalingur.Uppáhalds bókin? -Þessa dagana er ég alveg hugfanginn af minningabók Guðmundar Jónssonar Heyrt og séð erlendis: garðyrkjumaður segir frá. Þykir mest vænt um bækur sem fá mig til að klóra mér i hausnum.Uppáhalds bíómynd? -The Big Lebowski þeirra Cohen bræðra er fullkomin bíómynd sem er endalaust hægt að njóta.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? -John Candy er í miklu uppáhaldi hjá mér. Veit ekki hvor er í meira uppáhaldi Planes, Trains & Automobiles eða Who’s Harry Crumb sem hét Harry hvað? Í íslenskri þýðingu.Hvað er uppáhalds pepp-lagið þitt? -This town ain’t big enoug for the both of us með Sparks kemur mér alltaf í stuð.Hefur þú farið í Costco? -Ó já. Fjörið er í costco.Hefur þú farið í H&M á Íslandi? -NeiHefur þú migið í saltan sjó? -Já.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? -Yfirleitt grípur maður stuttar stundir í borgum en draumafríið eru eyjar í heitu löndunum. Því afskekktari og mannlausari því betri.Uppáhalds þynnkumatur? -Harðfiskur með smjöri leysir flestan vanda.Ananas á pizzu? -Svo fremi það sé Pizza Roma á Horninu í Hafnarstræti. Besta pizza í heimi og þótt víðar væri leitað.Hvaða leikari væri fengin til að leika þig í bíómynd? -Er Donald Sutherland ennþá að? Annars lék Laddi mig einu sinni í Spaugstofunni. Það var mín stærsta stund.Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá þér? -Skátahreyfingin á í mér mörg bein :) En í alvöru talað eru göngur mín uppáhaldshreyfing bæði fyrir líkama og sál.Trúir þú á líf eftir dauðann? -Pæli ekki mikið í því en ég er staðfastur áhugamaður um líf fyrir dauðann.Hefur þú átt gæludýr? -Bjó með ýmsum köttum þar til ég fór að búa með konu minni sem er með ofnæmi. Á mjög vinalega fiska, þar á meðal vatnahákarlinn Josh sem er afskaplega blíður og hefur búið hjá okkur síðustu 10-12 árin.Með hvaða liði heldur þú (íslensku)? -FH í handbolta. Anítu Hinriksdóttur í öllu öðru.Sterkasta minning úr æsku? -Gleymi því aldrei þegar ég sá krókódíl í fyrsta skiptið. Hef verið hugfanginn af eðlum og öðrum furðudýrum alla tíð síðan.Hvað er það skrítnasta sem þú hefur gert? -Árið 2004 plataði Pétur Blöndal blaðamaður á Morgunblaðinu mig til að sitja nakinn fyrir á mynd til að kynna viku bókarinnar. Við ákváðum að taka myndina í Bókabúð Máls og menningar þar sem ég vann á þeim tíma seint um kvöld eftir lokun. Ég hafði hins vegar gleymt að verslunin var þrifin seint um kvöld. Það var talsvert sjokk fyrir skúringamanninn sem kom að okkur tveimur, mér berum í miðri bókabúðinni og ljósmyndara að smella af og stilla mér upp. Mér fannst hann líta mig ákveðnu hornauga eftir það.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15 Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Formannaáskorun Vísis: Eva er mikill dýravinur og viðkvæm fyrir blóði Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, segist vera arfaslakur kokkur og hún saknar fyrsta bílsins. 11. október 2017 12:15
Formannaáskorun Vísis: Rappaði með Ragnheiði Elínu á árshátíð Stjórnarráðsins Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur horft á Notting Hill og Mamma Mia oftar en hann kærir sig um að viðurkenna en þó ekki jafn oft og Tónaflóð. 12. október 2017 11:00