Tarantino rýfur þögnina varðandi mál Weinstein Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2017 10:50 Havey Weinstein og Quentin Tarantino í febrúar síðastliðinn. Vísir/Getty Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur nú loks tjáð sig um mál Harvey Weinstein sem skekið hefur Hollywood síðustu daga. Hneykslismálið hefur haldið áfram að vaxa að umfangi og hefur hver stórstjarna Hollywood á fætur annarri fordæmt gjörðir bandaríska kvikmyndaframleiðandans. Þá hafa sífellt fleiri leikkonur – meðal annars Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow – deilt sögum af samskiptum sínum við Weinstein. Leikstjórinn Quentin Tarantino og Weinstein hafa starfað saman í um aldarfjórðung og hafa áður lýst sambandi sínu sem „vinnuhjónabandi“. Leikstjórinn hafði ekkert tjáð sig um málið frá því að New York Times greindi frá því fyrir rúmri viku að Weinstein hafi áreitt fjölda kvenna kynferðislega síðustu áratugina. Með yfirlýsingu á Twitter-síðu Tamblyn Tarantino birtir yfirlýsingu í nótt sem leikkonan og vinkona Tarantino, Amber Tamblyn, birtir á Twittersíðu sinni. Þar segist Tarantino forviða og niðurbrotinn og að hann þurfi að ná að vinna úr sársaukanum áður en hann tjáir sig opinberlega um málið. „Síðustu vikuna hef ég verið forviða og niðurbrotinn vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram um vin minn til 25 ára, Harvey Weinstein. Ég þarf nokkra daga til viðbótar til að vinna úr sársaukanum, tilfinningunum, reiðinni og minningunum og svo mun ég ræða þetta opinberlega,“ segir Tarantino. Sniðganga Twitter Á Twitter er nú í gangi herferð þar sem konur eru hvattar til að sniðganga Twitter í heilan dag. Forsvarsmaður herferðarinnar er leikkonan Rose McGowan sem mikið hefur verið í umræðunni í tengslum við mál Weinstein og hefur nú sakað hann um að hafa nauðgað sér. Twitter lokaði á reikning McGowan í tólf tíma í gær í kjölfar röð tísta sem beindust að Weinstein og leikaranum Ben Affleck. Affleck hefur mikið verið í umræðunni eftir að hafa fyrst fordæmt gjörðir Weinstein, en síðar þurft að biðjast afsökunar eftir að konur sögðu frá því að Affleck hafi káfað á þeim. Hefur framleitt myndir Tarantino Weinstein hefur verið framleiðandi allra kvikmynda Tarantino, allt frá því að Pulp Fiction var gefin út árið 1994. Síðasta samstarfsverkefni þeirra félaga var The Hateful Eight sem kom út árið 2015. Weinstein skipulagði í síðasta mánuði veislu fyrir Tarantino í New York í tilefni af trúlofun Tarantino. From Quentin Tarantino: pic.twitter.com/jv0VQNrI91— Amber Tamblyn (@ambertamblyn) October 13, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
James Van Der Beek stígur fram: „Ég hef verið gripinn í rassinn af eldri og valdameiri mönnum“ "Ég hef skilning á skömminni, vanmættinu og vangetunni við að segja frá“ 12. október 2017 14:32
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32