Ólafur Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs FH í fótbolta en hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Kaplakrika nú rétt í þessu.
Ólafur hefur undanfarin ár stýrt liðum í Danmörku, fyrst Nordsjaelland og nú síðast Randers en hann ákvað í samráði við stjórn liðsins að hætta störfum á dögunum.
Síðast þegar hann þjálfaði á Íslandi stýrði hann liði Breiðabliks en undir hans stjórn urðu Blikar Íslands- og bikarmeistarar í fyrsta skiptið í sögu félagsins.
Heimir Guðjónsson hefur stýrt liði FH undanfarin ár, en hann var látinn fara á dögunum eftir vonbrigðatímabil í sumar.
Óli Kristjáns nýr þjálfari FH

Tengdar fréttir

Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið.

Ólafur hættur hjá Randers
Danska liðið Randers og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að Ólafur láti af þjálfun hjá félaginu. Ólafur hættir strax í dag.

Jón Jónsson: Ég átti ekkert erindi í meistaralið FH
Það bárust stórtíðindi úr Kaplakrika í vikunni þar sem að Fimleikafélagið ákvað að segja Heimi Guðjónssyni upp.

Ólafur: Efast ekkert um mína hæfileika sem þjálfari
Í morgun bárust fréttir af því að Ólafur Kristjánsson væri hættur sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Randers.