Klámútgefandi býður 10 milljónir dala í skiptum fyrir óhróður um Trump Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 22:04 Larry Flynt býður fúlgur fjár fyrir óhróður um Trump. Vísir/AFP Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið. Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Bandaríski útgefandinn Larry Flynt býður nú allt að tíu milljónir Bandaríkadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna, hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum um Donald Trump Bandaríkjaforseta – að því gefnu að upplýsingarnar leiði til þess að forsetinn hrökklist úr embætti. Flynt, hvers þekktasta útgáfa er klámtímaritið Hustler, auglýsir eftir téðum óhróðri í heilsíðuauglýsingu í sunnudagsblaði hins bandaríska Washington Post, að því er fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar. Í forsetakosningunum í fyrra bauð Flynt eina milljón dala, eða um 104 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá í hendurnar myndskeið eða hljóðupptökur sem sýndu fram á ólöglega eða kynferðislega hegðun af hálfu Trumps. Auglýsingin var birt í kjölfar myndbands bandaríska miðilsins Access Hollywood en í því heyrist Trump gorta sig af því að áreita konur kynferðislega. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ heyrðist Trump segja í myndbandinu.Sjá einnig: NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Í auglýsingu sinni biður Flynt um hvers kyns óhróður, sem hæfur sé til birtingar, og komi Trump enn fremur frá völdum. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um málið.
Donald Trump Tengdar fréttir NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
NBC víkur Billy Bush frá störfum vegna Trump-samtals Framkvæmdastjóri Today Show á NBC segir að Bush eigi sér engar málsbætur vegna þess orðfæris og hegðunar sem hann sýnir á myndbandinu. 10. október 2016 14:17
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Bandaríkjaforseti ræðst af ofsa á sjónvarpskonu á Twitter og segir hana með lága greindarvísitölu og klikkaða. Þá fullyrðir hann að hún hafi verið blæðandi eftir andlitslyftingu um áramótin. 29. júní 2017 15:03
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46