Óli Stefán Flóventsson verður áfram þjálfari Grindavíkur í Pepsi deild karla, en hann framlengdi samning sinn við félagið í dag.
Fyrr í haust var greint frá því að Óli Stefán ætlaði sér ekki að halda áfram með Grindavíkurliðið.
Grindavík, sem var nýliði í Pepsi deildinni í sumar, endaði í fimmta sæti deildarinnar eftir frábært tímabil.
Samningur Óla Stefáns gildir til tveggja ára. Hann hefur verið þjálfari liðsins síðan haustið 2015.
Óli Stefán framlengir við Grindavík

Tengdar fréttir

Andri Rúnar: Hugurinn leitar út
„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar.

Teigurinn: Óli Stefán og Andri Rúnar á pakkadíl til Breiðabliks
Stór tíðindi urðu í gær þegar þjálfari Grindvíkinga, Óli Stefán Flóventsson, var sagður ætla að hætta með liðið eftir tímabilið. Strákarnir í Teignum ræddu mál Óla Stefáns og Grindvíkinga í kvöld.

Óli Stefán að hætta með Grindavík?
Óli Stefán Flóventsson gæti hætt með Grindavíkurliðið eftir tímabilið en hann á að hafa tilkynnt forráðamönnum félagsins að hann ætli ekki að halda áfram með liðið.