Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Anton Egilsson og Atli Ísleifsson skrifa 15. október 2017 14:12 Björk og Lars von Trier á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2000. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan. Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. „Ég er innblásin af öllum þeim konum sem láta í sér heyra á netinu til að láta í mér heyra varðandi reynslu mína af dönskum leikstjóra, því ég kem frá landi sem er eitt af þeim löndum sem er hvað næst jafnrétti kynjanna,” segir Björk í upphafi færslunnar. Björk nafngreinir von Trier ekki í færslu sinni en leiða má yfirgnæfandi líkur að því að Björk sé að lýsa samskiptum sínum við hann enda er von Trier eini danski leikstjórinn sem Björk hefur unnið með að gerð kvikmyndar. Björk hefur áður lýst þeim örðugleikum sem voru í samstarfi þeirra von Trier en í kjölfar útgáfu myndarinnar gaf hún út að hún myndi aldrei aftur vinna að annarri kvikmynd með leikstjóranum. „Þau eru ekki bestu vinir, en þau eru bæði mjög ánægð með útkomu myndarinnar,” sagði þáverandi umboðsmaður Bjarkar á sínum tíma. Bar upp á hana lygarBjörk sakar leikstjórann um að hafa refsað sér í kjölfar þess að hún hafi hafnað honum. „Ég varð þess vör að það væri almennt viðurkennt að leikstjórar geti snert og áreitt leikkonur sínar að vild og að það væri samþykkt innan kvikmyndaheimsins. Þegar ég ítrekað hafnaði leikstjóranum þá refsaði hann mér og bar hann þá upp á mig lygar við starfslið sitt þar sem mér var kennt um að vera sú erfiða í samstarfinu. Björk segir að vegna eigin styrks, starfsliðs síns og þar sem hún haft neinu að tapa þar sem hún hafi ekki haft metnað til að ná langt innan kvikmyndageirans þá jafnaði hún sig á málinu á einu ári. Þó óttist hún að aðrar leikkonur sem hafi unnið með leikstjóranum hafi ekki gert það. Björk kveðst fullviss um að kvikmynd sem hann gerði síðar hafi verið byggð á reynslu hans af samstarfi þeirra tveggja. Segir Björk að hún telji að þar sem hún hafi verið sú fyrsta til að hafna kynferðislegum umleitunum von Trier, þá hafi það haft áhrif á samstarf hans með leikkonum síðar meir. „Þannig að enn er von,“ segir Björk í færslu sinni sem lýkur máli sínu á því að segja að það gangi nú yfir bylgja breytinga í heiminum. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislegt ofbeldi innan kvikmyndaheimsins að undanförnu en á síðustu dögum hafa á þriðja tug kvenna stigið fram og lýst kynferðislegu ofbeldi af hendi kvikmyndaframleiðandans þekkta Harvey Weinstein. Meðal þeirra eru þekktar leikkonur eins og Ashley Judd, Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Rose McGowan. Færslu Bjarkar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Björk MeToo Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira