Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 20:30 Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes. Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes.
Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira