Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 20:30 Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Mæður sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura en þær sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Nýburar þeirra eru einnig líklegri til að vera fluttir á vökudeild. Þetta sýna niðurstöður doktorsrannsóknar í lýðheilsuvísindum. Agnes Gísladóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands á dögunum. Ritgerðin sem ber heitið „Meðganga og fæðing hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi“ hafði það að markmiði að skoða hugsanlegt samband á milli kynferðisofbeldis á unglings- eða fullorðinsárum og áhættu á óæskilegum þáttum tengdum meðgöngu og fæðingu síðar á lífsleiðinni. Í útsettum hópi voru konur sem höfðu leitað til Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis og höfðu að meðaltali sex árum síðar fætt barn. Í óútsettum hópi voru konur sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttökunnar og voru valdar af handahófi úr fæðingaskrá. „Við skoðuðum bæði meðgöngu, fæðingu og svo heilsuna hjá nýburanum og þegar við skoðuðum meðgönguna þá sáum við að konur sem höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi voru í aukinni áhættu á að takast ekki að hætta að reykja. Svo voru vísbendingar um að það væri aukin áhætta á meðgöngusykursýki. Og það voru vísbendingar um að það þyrfti frekar inngrip í fæðingu,“ segir Agnes en þannig eru konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í meiri áhættu á að þurfa fara í bráðakeisaraskurð. Þá voru nýburar mæðra sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi léttari og líklegri til að vera fluttir á vökudeild. „Og svo nýburarnir í aukinni áhættu á að fæðast fyrir tímann,“ segir Agnes. Hún segir að erlendar rannsóknir styðji það að konur sem eru með þunglyndi, kvíða eða áfallastreitu gangi verr að hætta að reykja á meðgöngu. „Ég held að þessar niðurstöður undirstriki mikilvægi þess að það sé góð þjónusta við brotaþola og að það er mikilvægt að reyna efla forvarnaraðgerðir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Agnes.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira