Tiger, Pistorious og Armstrong - Vandræðabörn Nike Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. október 2017 07:00 Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun