Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar. vísir/ernir/heiða Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“ Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“
Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00