Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:25 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump er sakaður um taktleysi. Skammt er síðan hann sagði fórnarlömbum fellibyljarsins Maríu á Púertó Ríkó að skemmta sér vel. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010. Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ekkju bandarísks hermanns sem féll í fyrirsáti í Níger að hann hefði „vitað hvað hann skráði sig í“ þegar hann hringdi í hana þar sem hún var á leiðinni að taka á móti líki hans. Frederica Wilson, þingmaður demókrata, heyrði hluta af því sem Trump sagði ekkjunni þegar hún sat í bíl með henni og fjölskyldu hennar. „Ég býst við að þetta hafi samt verið sárt,“ segir hún að forsetinn hafi sagt við ekkjuna og gagnrýnir hann fyrir að vera tilfinningasljór. David Johnson liðþjálfi var einn fjögurra bandarískra hermanna sem féllu í fyrirsáti íslamskra vígamanna í Níger 4. október. Ekkja hans er með þriðja barni þeirra, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir Wilson sem telur Trump ekki hafa skapgerð, samúð eða sæmd til að gegna embætti forseta. Hvíta húsið hefur ekki tjáð sig um orð Trump og ber því við að samtöl hans við fjölskyldur fallinna hermanna séu trúnaðarmál.Laug upp á fyrri forseta Lýsing Wilson á orðum Trump til ekkjunnar kemur í kjölfar gagnrýni á að hann hafi ekki haft samband við fjölskyldur föllnu hermannanna í Níger strax. Til að bæta gráu ofan á svart laug Trump því að Barack Obama og fyrri forsetar hafi ekki hringt í syrgjandi fjölskyldur. Þegar gengið var á forsetann með lygarnar fullyrti hann að Obama hefði ekki hringt í John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, þegar sonur hans féll í Afganistan árið 2010.
Donald Trump Tengdar fréttir Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Popovich: Trump er sálarlaus heigull Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gregg Popovich, þjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs, hatar Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. október 2017 21:15
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45