Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2017 13:30 Linda Rut Sigríðardóttir hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn. Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira
Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 á sunnudag, en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. Í þessum fyrsta þætti var ótrúleg saga Lindu Rutar Sigríðardóttur sögð, en hún komst að því 17 ára gömul að maðurinn sem hún taldi vera föður sinn væri það ekki, heldur væri hún í raun dóttir Breta sem hvarf á dularfullan hátt frá Súðavík fyrir nærri 30 árum. Hér að neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti sem hélt áhorfendum límdum fyrir framan skjáinn. Í brotinu er rætt við Sigríði R. Jónsdóttur móður Lindu og Lindu sjálfa sem segir frá því þegar hún varð sú yngsta sem bjargaðist á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka í Súðavík þann 16. janúar árið 1995, þá fimm ára gömul. Snjóflóðið á Súðavík í janúar 1995 var rúmlega 200 metra breytt en það féll klukkan 06:25 á miðja byggðina. Flóðið tók 14 mannslíf, þar á meðal átta börn en 12 var bjargað. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.17 mánaða systir Lindu var eitt barnanna sem lést í flóðinu en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá upptöku af henni á aðfangadag, þremur vikum fyrir flóðið. Linda Rut Sigríðardóttir var sú yngsta af þeim tólf sem fundust á lífi eftir snjóflóðið örlagaríka en það var leitarhundurinn Hnota sem fann hana.Linda hefur leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í þættinum á sunnudag náði hún hins vegar að komast skrefinu nær því að finna hann því með hjálp tveggja Breta fannst fæðingarvottorð hans. Upplýsingarnar sem komu fram á því opnuðu nýja möguleika til leitar og þeim tókst að finna tveggja ára gamalt heimilisfang hans í strandbænum Weymouth. Í næsta þætti sem sýndur verður á sunnudag á Stöð 2 fáum við að heyra meira um leit hennar. Linda og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarmaður þáttanna, fóru til Bretlands til að freista þess að finna manninn.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Sjá meira