Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 12:19 vísir/eyþór FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Sjá meira
FH þarf að ferðast aftur til Rússlands til þess eins að mæta St. Pétursborg í vítakastkeppni en Olís-deildarliðið hafði betur gegn því rússneska í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Eftir að staðan var jöfn í leikslok í seinni leiknum var gripið til framlengingar. Eftir tvisvar sinnum fimm mínútur þar var FH komið með samanlagðan 65-64 sigur og komið í 3. umferð EHF-bikarsins á 88 ára afmæli félagsins.Sjá einnig:Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Framlengingin átti þó aldrei að eiga sér stað heldur átti að fara beint í vítakeppni. Finnskur eftirlitsmaður leiksins gerði skelfileg mistök en þrátt fyrir að liðin sátu við sama borð, Rússarnir meira að segja á heimavelli, þurfa þau að mætast aftur í vítakeppni. Vísir hafði samband við evrópska handknattleikssambandið, EHF, til að spyrjast fyrir um þennan úrskurð handboltadómstólsins, Court of handball. Blaðamaður bað um að fá að ræða við formann, framkvæmdastjóra eða einhvern sem kom að úrskurðinum en fékk bara að tala við fjölmiðlafulltrúann JJ Rowland. „Þetta voru mistök og þess vegna þurfa liðin að framkvæmda vítakastkeppnina. Svona eru bara reglurnar og þess vegna kærðu Rússarnir,“ segir Rowland.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Þetta er sjálfstæður dómstóll sem tekur á svona málum. Rússneska liðið kærði og þá fór þetta í eðlilegan farveg. Þetta er úrskurður dómstólsins og því verður að fara eftir reglunum. Þetta er það sem hann ákvað en FH getur enn áfrýjað,“ segir JJ Rowland.Sjá einnig:Íslendingar á Twitter: Þetta eru hálfvitar að störfum Rowland sagðist ekki vita um fordæmi í svona máli og endurtók í sífellu að það þyrfti að fara eftir því sem handboltadómstólinn úrskurðaði. Aðspurður hverjir fóru yfir málið hjá dómstólnum svaraði Rowland að þrír nefndarmenn tóku þetta fyrir. Beðinn um nöfn og þjóðerni þeirra sagði hann: „Ég veit ekki hvaða máli það skiptir en sá sem var yfir þessu máli er frá Kýpur.“ EHF mun greiða allan kostnað beggja liða þar sem mistökin liggja hjá sambandinu.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Sjá meira
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
Er ekki að kasta inn handklæðinu Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason færir sig um set til danska félagsins Ribe-Esbjerg eftir tímabilið. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover-Burgdorf en segir að það sé ekki eina ástæðan fyrir vistaskiptunum. 18. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38