Íslenski boltinn

Andri Rúnar með tilboð frá Norðurlöndum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk.
Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk. myndSilja Úlfarsdóttir
Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta á síðustu leiktíð, er með tilboð frá liðum í Noregi og Svíþjóð, samkvæmt heimildum Vísis.

Framherjinn magnaði, sem varð nýjasti meðlimur 19 marka klúbbsins á síðustu leiktíð, sló í gegn í Pepsi-deildinni í sumar með nýliðum Grindavíkur. Hann skoraði 19. markið í lokaumferðinni á móti Fjölni en enginn leikmaður hafði skorað fleiri mörk í efstu deild síðan Tryggvi Guðmundsson gerði það fyrir ÍBV árið 1997.

Andri Rúnar, sem var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar, er samningslaus og hann vill komast út í atvinnumennsku hið snarasta.

„Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar við Vísi eftir lokaleikinn á móti Fjölni.

Upprisa Andra Rúnars kom í raun eins og þruma úr heiðskýru þar sem Bolvíkingurinn spilaði í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð með Grindavík og hafði þar áður skorað aðeins tvö mörk í 17 leikjum fyrir Víking í Pepsi-deildinni.


Tengdar fréttir

Andri Rúnar: Hugurinn leitar út

„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar.

Hafa trú á Andra, FH og ÍBV

Fréttablaðið fékk sex spekinga á Stöð 2 Sport til að fá svara stærstu spurningunum fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Hver tekur annað sætið, hver fellur og hvað endar Andri Rúnar með mörg mörk?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×