Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði hið minnsta fjóra ökumenn í nótt sem hún grunar um akstur undir áhrifum vímuefna.
Þá var einn karlmaður handtekinn á sjöunda tímanum í gærkvöld þar sem hann hafði komst inn í húsnæði við Stigahlíð. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist maðurinn vera ölvaður og var hann færður í fangageymslu, grunaður um húsbrot. Hann hefur nýtt síðustu 12 klukkustundir til að sofa úr sér vímuna.
Lögreglan fann jafnframt ætluð fíkniefni, sem og það sem hún telur vera þýfi, í tveimur bifreiðum skömmu eftir miðnætti. Ökumenn og farþegar voru fluttir á nærliggjand lögreglustöðvar og eru bæði málin til rannsóknar.
Húsbrot í Stigahlíð
Stefán Ó. Jónsson skrifar
