Klukkustund í ögurstund Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 07:00 Hvað ætti ég að gera, gæti Carles Puigdemont verið að hugsa. Vísir/Getty Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Carles Puigdemont leiðtogi Katalóníu hefur nú aðeins eina klukkustund til að gefa það skýrt út að hann hafi ekki lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Geri hann það ekki munu yfirvöld í Madríd virkja 155 grein stjórnarskrárinnar sem myndi taka sjálfstjórnarvald Katalóna úr höndum þeirra og færa stjórn héraðsins til höfuðborgarinnar Madríd. Puigdemont skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Forsætisráðherrann Mariano Rajoy gaf lítið fyrir það og krafðist skýringa, ella yrði sjálfstjórnin afturkölluð. „Það er ekki flókið að svara spurningunni: Hefur Katalónía lýst yfir sjálfstæði? Því ef hún hefur gert það þá getur ríkisstjórnin aðeins brugðist við með einum hætti, ef ekki þá getum við talað saman,“ sagði forsætisráðherrann í gær.Mögulega með eitt tromp á hendi Ekki er búist við viðbrögðum frá Puigdemont og því líklegt að Rajoy virkji stjórnarskrárgreinina. Gerist það er búist við að Puigdemont lýsi einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfarið. Þá telur breska ríkisútvarpið að Katalóninn gæti haft einn ás í erminni. Hann gæti boðað til nýrra kosninga í héraðinu og þá myndi, að sögn heimildarmanna útvarpsins úr röðum stjórnvalda í Madríd, ríkisstjórn Spánar ekki grípa til 155 greinarinnar. Það verður þó að teljast ólíklegt að Puigdemont fari þá leið enda nýtur hún ekki stuðnings meðal samstarfsmanna hans í hérðasstjórninni. „Kosningar eru ekki til umræðu núna,“ lét utanríkisráðherra Katalóníu hafa eftir sér í gær. Sama hver niðustaðan verður má ætla að átök brjótist út í héraðinu - og þá ekki síst í Barselóna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00