Rúnar byrjaður að styrkja KR-liðið | Kristinn og Björgvin í KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 14:50 Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. Mynd/Twtter-síða KR Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari KR er byrjaður að styrkja liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en KR-ingar sömdu í dag við bakvörðinn Kristinn Jónsson og framherjann Björgvin Stefánsson. Kristinn Jónsson kemur frá Breiðbliki en Björgvin Stefánsson frá Haukum. KR-ingar framlengdu líka samninga sína við þá Óskar Örn Hauksson og Skúla Jón Friðgeirsson. Allir þrír gerðu þeir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. Það eru liðin tólf ár síðan að Óskar Örn Hauksson kom fyrst í KR.@kiddijons90@badgalbjoggipic.twitter.com/zr4h1DOedF — KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) October 19, 2017 Kristinn Jónsson er 27 ára sókndjarfur vinstri bakvörður sem var á sínum tíma í kringum íslenska A-landsliðið og spilaði síðast með landsliðinu á móti Mexíkó í febrúar síðastliðnum. Kristinn Jónsson hefur spilað allan ferill sinn á Íslandi með Breiðabliki en hann kom í Kópavoginn um mitt síðasta sumar og kláraði tímabilið með Blikum í Pepsi-deildinni. Kristinn lék átta leiki með Blikum í sumar og var með eina stoðsendingu. Sú stoðsendingu var fyrir sigurmark Blika á móti ÍBV en mark Sveins Arons Guðjohnsen gulltryggði endanlega sæti Breiðabliksliðsins í Pepsi-deildinni. Kristinn hafði þar áður spilað með norsku liðunum Sarpsborg 08 og Sogndal eftir að hann yfirgaf Blikarna eftir 2015-tímabilið. Kristinn var stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar 2015. Blikar lánuðu Kristinn til sænska liðsins Brommapojkarna sumarið 2014 en hann hann hefur alls spilað 148 leiki fyrir Blika í efstu deild og er einn leikjahæsti maður félagsins frá upphafi. Björgvin Stefánsson er 23 ára framherji sem hefur raðað inn mörkum í b-deildinni síðustu ár en á enn eftir að sanna sig í Pepsi-deildinni. Björgvin Stefánsson var næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í sumar en hann skoraði þá 14 mörk í 19 leikjum með Haukum. Hann skoraði hinsvegar bara 2 mörk í 16 leikjum með Haukum og Þrótti í Pepsi-deildinni 2016 eftir að hafa markakóngur b-deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum sumarið 2015. Björgvin kom til Rúnars á reynslu í Noregi þegar Rúnar var þjálfari Lilleström-liðsins og Rúnar var hrifinn af því sem hann sýndi honum þar. Rúnar talað um það á blaðamannafundi í dag að hann væri viss um að Björgvin gæti staðið sig í Pepsi-deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti