Fundu sögulegt magn af amfetamínbasa í Norrænu Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2017 18:30 Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar. Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Verulegt magn af amfetamínbasa fannst í bifreið um borð í Norrænu fyrr í þessum mánuði en úr magninu er hægt að framleiða vel á annað hundrað kíló af amfetamíndufti. Tveir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tollverðir fundu amfetamínbasa sem var falinn í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 3. október síðastliðinn. Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann vildi þó ekki gefa upp nákvæmt magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða rúmlega 11 lítra af basanum. Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft. Styrkleiki amfetamíns sem dreift er hér á markaði er að meðaltali 5,8 prósent samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar hér á landi. Sé miðað við þennan styrkleika er að öllum líkindum hægt að nota 11 lítra af basa til að framleiða um 150 kíló af amfetamíndufti.Aðeins einu sinni verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasaEftir því sem næst verður komist hefur aðeins einu sinni áður verið lagt hald á meira magn af amfetamínbasa en það var árið 2010 þegar tvær konur smygluðu tæplega 20 lítrum til landsins eftir sömu leið. Það er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við lögregluna á Austurlandi, sem vinnur nú að rannsókn málsins. Ökumaður bílsins var erlendur karlmaður en með honum í för var annar karlmaður frá sama landi. Báðir eru þeir á sextugsaldri. Mennirnir voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tvær vikur. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út í gær og voru þeir færðir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 10 daga til viðbótar.
Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. 19. október 2017 13:53