90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 23:30 90 prósent kjósenda kusu "já“, með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Yfirvöld í Katalóníu segja niðurstöður kosninganna í dag sýna fram á yfirgnæfandi stuðning Katalóna við sjálfstæði héraðsins. 90 prósent kjósenda kusu með sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. The Guardian greinir frá. Jordi Turull, talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu, tjáði fjölmiðlum ytra snemma að morgni mánudags 2. október að 90 prósent af þeim 2,26 milljónum Katalóna, sem greiddu atkvæði í kosningunum á sunnudag, hefðu kosið „já“. Turull sagði enn fremur 8 prósent kjósenda hafa greitt atkvæði gegn sjálfstæðri Katalóníu og 2 prósent kjörseðla hefðu verið auðir og ógildir. Enn átti eftir að telja um fimmtán þúsund atkvæði þegar fjölmiðlar náðu tali af Turull. Þá sagði Turull að þeir kjörseðlar, sem spænska lögreglan hefði gert upptæka í átökum við kjósendur í dag, væru ekki með í talningunni. 5,3 milljónir eru á kjörskrá í Katalóníu og kjörsókn því um 42,3 prósent.Firefighters sacrifice themselves as human shields to protect people in #Catalonia from violence.#CatalanReferendumpic.twitter.com/bq8ucbPYfZ— Gitju [NO2X] (@gitju) October 1, 2017 Tala særðra komin upp í 844 Að minnsta kosti 844 eru særðir eftir átökin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðismálayfirvöldum í Katalóníu, og þá eru 33 lögreglumenn sagðir slasaðir að auki. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum í dag og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.The Department of Health informs that 844 people required medical assistance today on #CatalanReferendum pic.twitter.com/XQnSBwmM8O— Salut (@salutcat) October 1, 2017 Dagur vonar og þjáningar Spænska ríkisstjórnin kennir leiðtoga Katalóníu, Carles Puigdemont, um atburði dagsins og hefur forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, lýst því yfir að kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu séu ólöglegar. Puigdemont ákvað að kosningarnar skyldu haldnar þrátt fyrir afgerandi andstöðu spænsku ríkisstjórnarinnar.Íbúar höfuðborgar Katalóníu, Barselóna, söfnuðust saman á Katalóníutorgi í borginni í kvöld og fögnuðu eftir að úrslit kosninganna voru ljós.Vísir/AFPPuigdemont sagði héraðið hafa unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Í ávarpi sínu, sem sjónvarpað var um Katalóníu, sagði hann niðurstöður kosninganna myndu verða teknar fyrir á katalónska þinginu eins fljótt og auðið er. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45