Allsherjarverkfall í Katalóníu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 08:15 Katalónar mótmæltu fyrir framan aðallögreglustöð borgarinnar í gær. Mörgum þykir lögreglan hafa gengið harklega fram gegn kjósendum á sunnudag. Vísir/Getty Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. Lögreglumenn gengu hart fram gegn Katalónum sem kusu um sjálfstæði héraðsins á sunnudag. Skutu þeir meðal annars gúmmískotum í fólk og barði það með kylfum. Talið er að rúmlega 800 manns hafi særst. Rúmlega 90% kjósenda, sem voru um 2,2 milljónir talsins, kusu með sjálfstæði Katalóníu. Stjórnvöld í Madríd hafa ekki viljað viðurkenna niðurstöður kosninganna og segja þær ólöglegar.Sjá einnig: Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Talið er að verkföll dagsins muni lama Katalóníu; almenningssamgöngur munu liggja niðri og skólum og sjúkrahúsum verður lokað. Jafnframt er gert ráð fyrir því að knattspyrnuliðið Barcelona muni einnig neita að mæta til vinnu í dag, þó enginn leikur sé á dagskrá og þá verður listasöfnum og háskólum skellt í lás. Þá er jafnvel ýjað að því að Barcelona muni framvegis spila á Englandi, lýsi Katalónía yfir sjálfstæði.Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, að Ísland myndi myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis. Hann telur jafnframt ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Leikmenn Barcelona taka þátt í verkfallinu í Katalóníu Barcelona liðið mun taka þátt í verkfallinu sem hefur verið skipulagt í Katalóníu á morgun þriðjudag. 2. október 2017 17:00 Tala um möguleika á því að Barcelona spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi lýsi Katalónía yfir sjálfstæði frá Spáni eins og samþykkt var í kosningum í Katalóníu um helgina. 3. október 2017 08:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðkomu Alþingis þarf til að Ísland taki afstöðu í málefnum Katalóníu, segir utanríkisráðherra. Evrópusambandið er aumingi, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem hefur litla trú á gömlu nýlenduríkjum Evrópu. 3. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. Lögreglumenn gengu hart fram gegn Katalónum sem kusu um sjálfstæði héraðsins á sunnudag. Skutu þeir meðal annars gúmmískotum í fólk og barði það með kylfum. Talið er að rúmlega 800 manns hafi særst. Rúmlega 90% kjósenda, sem voru um 2,2 milljónir talsins, kusu með sjálfstæði Katalóníu. Stjórnvöld í Madríd hafa ekki viljað viðurkenna niðurstöður kosninganna og segja þær ólöglegar.Sjá einnig: Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Talið er að verkföll dagsins muni lama Katalóníu; almenningssamgöngur munu liggja niðri og skólum og sjúkrahúsum verður lokað. Jafnframt er gert ráð fyrir því að knattspyrnuliðið Barcelona muni einnig neita að mæta til vinnu í dag, þó enginn leikur sé á dagskrá og þá verður listasöfnum og háskólum skellt í lás. Þá er jafnvel ýjað að því að Barcelona muni framvegis spila á Englandi, lýsi Katalónía yfir sjálfstæði.Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, að Ísland myndi myndi ekki taka afstöðu til mögulegrar sjálfstæðisyfirlýsingar Katalóníu nema með aðkomu Alþingis. Hann telur jafnframt ekki æskilegt að starfsstjórn taki sjálfstæða afstöðu í málum eins og þessu, að svo stöddu.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Leikmenn Barcelona taka þátt í verkfallinu í Katalóníu Barcelona liðið mun taka þátt í verkfallinu sem hefur verið skipulagt í Katalóníu á morgun þriðjudag. 2. október 2017 17:00 Tala um möguleika á því að Barcelona spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi lýsi Katalónía yfir sjálfstæði frá Spáni eins og samþykkt var í kosningum í Katalóníu um helgina. 3. október 2017 08:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57 Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðkomu Alþingis þarf til að Ísland taki afstöðu í málefnum Katalóníu, segir utanríkisráðherra. Evrópusambandið er aumingi, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem hefur litla trú á gömlu nýlenduríkjum Evrópu. 3. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Leikmenn Barcelona taka þátt í verkfallinu í Katalóníu Barcelona liðið mun taka þátt í verkfallinu sem hefur verið skipulagt í Katalóníu á morgun þriðjudag. 2. október 2017 17:00
Tala um möguleika á því að Barcelona spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi lýsi Katalónía yfir sjálfstæði frá Spáni eins og samþykkt var í kosningum í Katalóníu um helgina. 3. október 2017 08:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar. 1. október 2017 21:57
Evrópa ekki líkleg til stórræða í Katalóníu Aðkomu Alþingis þarf til að Ísland taki afstöðu í málefnum Katalóníu, segir utanríkisráðherra. Evrópusambandið er aumingi, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sem hefur litla trú á gömlu nýlenduríkjum Evrópu. 3. október 2017 06:00