Handbolti

Allir leikmenn yngri landsliðanna mældir um síðustu helgi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn úr öllum yngri landsliðum Íslands í handbolta sátu námskeið í Háskólanum í Reykjavík um liðna helgi þar sem tekið var á öllum þáttum leiksins.

„HSÍ hefur verið í samstarfi við HR á annað ár. Við höfum unnið í því að efla þrek og þol, almennt handboltann sem slíkan og reyna að nálgast þetta út frá vísindalegum forsendum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari A-landsliðs karla, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Í fyrsta skipti í vetur höfum við verið með fleiri og fastar æfingahelgar. Þetta er ein af þeim, þar sem við kölluðum saman öll landsliðin. Við mældum 200 einstaklinga og tókum á öllum helstu líkamlegu þáttum.“

Geir segir að á ákveðnum aldri sitji íslenskir leikmenn eftir þegar kemur að líkamlegu atgervi.

„Fram að 18-19 ára aldrinum erum við á pari við þessar bestu þjóðir en sitjum eftir, eftir það. Það er okkar að vinna út úr því og leysa,“ sagði Geir.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×