Áfram mótmælt og skellt í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. október 2017 06:00 Mikið mannhaf mátti sjá á Háskólatorginu í Barcelona í gær og áttu margir þar erfitt með að komast leiðar sinnar. Allsherjarverkfall var í Katalóníu til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda síðustu daga. vísir/afp Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær. Var það gert til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna á sunnudaginn. Þá fóru fram kosningar í héraðinu um sjálfstæði þess. Spánverjar höfðu lýst kosningarnar ólöglegar og fór svo að spænska óeirðalögreglan slasaði nærri 900 Katalóna á kjördag. Stærstu verkalýðsfélög héraðsins, CCOO og UGT, kölluðu aðgerðirnar hins vegar ekki verkfall heldur vinnustöðvun. Var það gert til þess að sveigja hjá lögum sem kveða á um að ekki megi boða til verkfalls af pólitískum ástæðum. Stórir hópar mótmælenda söfnuðust saman í miðborg Barcelona og mótmæltu Spánverjum. „Þessar götur verða alltaf okkar,“ heyrðist hrópað. Á að minnsta kosti 24 stöðum víðs vegar um borgina lokuðu raðir mótmælenda götunum. Á Gran Via í miðborg Barcelona héldu mótmælendurnir á borða sem á stóð: „Hernámsliðið á að hypja sig.“ Mikil óánægja er með áframhaldandi veru spænsku lögreglunnar, Guardia Civil, á götum borga og bæja Katalóníu þótt kosningarnar séu afstaðnar. Söfnuðust mótmælendur til að mynda saman fyrir framan höfuðstöðvar Guardia Civil í Barcelona. Þá kom fjöldi mótmælenda einnig saman fyrir utan höfuðstöðvar spænsku ríkisstjórnarinnar í borginni. Vegna allsherjarverkfallsins og fjölda mótmælenda á götum úti var erfitt að komast leiðar sinnar í Barcelona í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri en leigubílstjórar störfuðu margir hverjir áfram. Þá greinir BBC frá því að um 770 matvöruverslunum hafi verið lokað. Skólar og heilbrigðisstofnanir lokuðu annaðhvort dyrum sínum eða héldu starfsemi í lágmarki. Spænska ríkisstjórnin er afar óánægð bæði með kosningarnar og mótmælin sem hafa fylgt í kjölfarið. Juan Ignacio Zoido, innanríkisráðherra Spánar, sagði í gær að yfirvöld myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að stöðva „óþolandi áreiti“ í garð lögregluþjóna. Filip VI Spánarkonungur ávarpaði þjóð sína í gær og sagði Katalóna hafa brotið gegn landslögum. Kallaði hann eftir samstöðu þjóðar sinnar. Carles Puidgmont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, brást við með því að segja að héraðsstjórnin hefði í hyggju að lýsa yfir sjálfstæði fyrir vikulok eða í upphafi þeirrar næstu. Mariano Rajoy forsætisráðherra hefur sagt Katalóna hæðast að lýðræðinu með því að halda kosningarnar, en níutíu prósent þeirra sem kusu völdu sjálfstæði. Kjörsókn var einungis um fjörutíu prósent. Rajoy fundaði með leiðtogum spænsku stjórnarandstöðunnar á mánudagskvöld. Pedro Sánchez, formaður Sósíalistaflokksins, hvatti Rajoy til þess að ræða við Puigdemont sem allra fyrst. Albert Rivera, formaður Miðjuflokksins, var ekki á sama máli. Fór hann fram á að Rajoy virkjaði 155. grein stjórnarskrárinnar og svipti þar með Katalóna sjálfsstjórnarvöldum. Í gær lýsti skrifstofa Rajoys því svo yfir að forsætisráðherrann íhugaði að kalla þingið saman á sérstakan neyðarfund til að ræða ástandið. Evrópusambandið hefur ekkert viljað aðhafast í málinu en mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um að fá að senda sérfræðinga til héraðsins til að kanna hvort brotið hafi verið á mannréttindum Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51 Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Spánarkonungur fordæmir sjálfstæðissinna "Þeir hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins,“ sagði Spánarkonungur um skipuleggjendur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 3. október 2017 20:51
Allsherjarverkfall í Katalóníu Verkalýðsfélög í Katalóníu standa í dag fyrir allsherjarverkfalli í mótmælaskyni við aðfarir spænskra stjórnvalda. 3. október 2017 08:15