Íslenski boltinn

Flest mörk í Pepsi áttu rætur sínar að rekja til Húsavíkur og Akranes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 9 mörk fyrir KA í sumar.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 9 mörk fyrir KA í sumar. Vísir/Stefán
Það er fróðlegt að skoða hvar leikmenn Pepsi-deildarinnar urðu að fótboltamönnum og hverjir þeirra voru að skora mest í sumar.

Leifur Grímsson hefur tekið saman skemmtilega tölfræði um uppruna markanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og hann birti hana á Twitter-síðu sinni.

Það hefur verið mikið talað um Húsvíkingana í Pepsi-deildinni og þessi tölfræði Leifs sýnir að það er ekki að ástæðulausu.

Völsungur er kannski bara um miðja C-deildina en leikmenn uppaldir í félaginu skoruðu alls 28 mörk í Pepsi-deildinni í sumar.

Völsungur og ÍA eiga átti flest mörk í þessari samantekt eða 28 hvor. Það voru þó bara sjö uppaldir Völsungar sem skoruðu þessi 28 mörk en aftur á móti var 21 uppalinn Skagamaður sem spilaði í Pepsi-deildinni í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði Leifs Grímssonar um uppruna markanna.



Markahæsti Völsungurinn var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði 9 mörk fyrir KA-liðið í sumar. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði 7 mörk og Ásgeir Sigurgeirsson var með 5 mörk. Þessir þrír skoruðu því 21 af þessum 28 mörkum Húsvíkinga í Pepsi-deildinni 2017.

Skagamennirnir Steinar Þorsteinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson skoruðu allir fimm mörk fyrir ÍA-liðið í sumar og Arnar Már Guðjónsson var með fjögur mörk.  

Leifur Grímsson skoðaði um leið uppruna allra leikmanna deildarinnar sem fengu mínútu í sumar. Þar hafa flestir komið úr Breiðabliki eða 11 prósent allra leikmanna deildarinnar.

Þessar tölfræði Leifs má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×