Trump treystir utanríkisráðherranum sem er sagður hafa kallað hann fávita Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 19:59 Tillerson (t.v.) er meðal annars sagður hafa verið brjálaður út í Trump vegna furðulegrar ræðu sem hann hélt á stóru skátamóti í sumar. Vísir/AFP Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri traust til Rex Tillerson, utanríkisráðherra. Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því að Tillerson hefði ætlað að segja af sér og kallað Trump „fávita“ í dag. Frétt NBC um að Mike Pence, varaforseti, hefði þurft að tala Tillerson ofan af því að segja af sér í sumar olli miklum titringi í Washington-borg í dag. Tillerson boðaði til blaðamannafundar í skyndi þar sem hann bar fréttirnar til baka. Hann neitaði þó ekki að hafa kallað forsetann „fávita“ eins og haldið var fram í fréttinni. Utanríkisráðuneyti hans gaf frá sér yfirlýsingu nú í kvöld þar sem fullyrt var að Tillerson hefði ekki haft slík orð um Trump enda notaði hann ekki slíkt orðbragð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði fréttamönnum í dag að Trump hefði ekki rætt við Tillerson í dag. Hann bæri enn traust til hans, að því er segir í frétt Reuters. Trump hefur virst grafa undan Tillerson undanfarið. Þegar Tillerson greindi frá því að bandarísk stjórnvöld héldu opnum möguleikum á viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu tísti Trump að hann hefði sagt utanríkisráðherranum að það væri tilgangslaust.Segir Tillerson einn þeirra sem kemur í veg fyrir glundroða Bob Corker, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Tennessee, harmaði í viðtali í dag að Tillerson hefði ekki fengið þann stuðning sem honum bæri frá Hvíta húsinu. Tillerson væri einn þeirra sem kæmu í veg fyrir glundroða í Bandaríkjunum. „Ég tel að Tillerson ráðherra, [James] Mattis [varnarmála]ráðherra og [John] Kelly starfsmannastjóri [Hvíta hússins] séu mennirnir sem hjálpa til við að halda landinu okkar frá glundroða,“ sagði Corker sem ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á næsta ári. Þegar hann var spurður nánar út í þau ummæli gaf Corker í skyn að ákveðnir einstaklingar innan Hvíta hússins ynnu gegn starfi Tillerson, Mattis og Kelly. „Þeir vinna vel saman að því að tryggja að sú stefna sem við kynnum fyrir öðrum þjóðum sé traust og skipulögð. Það er annað fólk innan ríkisstjórnarinnar sem gerir það ekki að mínu mati.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Corker um Tillerson utanríkisráðherra..@SenBobCorker: "I think Sec. Tillerson, Sec. Mattis and Chief of Staff Kelly are those people that help separate our country from chaos." pic.twitter.com/NjuRX59s6A— CSPAN (@cspan) October 4, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Neitar því ekki að hafa kallað forsetann fávita Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi ætlað að segja af sér vera rangar. 4. október 2017 15:21
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20