Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 22:30 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein er sagður hafa ráðið öflugt teymi lögfræðinga vegna fréttar sem sem New York Time og New Yorker eru með í vinnslu. Greint er frá því á vef Variety að fréttin sem fjölmiðlarnir vinna að snúist um ásakanir á hendur Weinstein um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. Variety segir Weinstein hafa ráðið stjörnulögmanninn David Boies ásamt lögfræðingunum Lisu Bloom og Charles Harder til að reyna að hrekja þessar ásakanir. Í frétt Variety er rannsóknarblaðamaðurinn Jodi Kantor, sem hefur skrifað um slæmar vinnuaðstæður hjá Amazon fyrirtækinu, sögð vinna að þessari frétt fyrir New York Times ásamt Megan Twohey, sem skrifaði um umdeilda vinnu Weinstein fyrir alnæmisgóðgerðasamtökin amfAR. Ronan Farrow, sem var áður hjá MSNBC, er sagður vinna að fréttinni fyrir New Yorker. Variety segir að fréttin gæti mögulega birst í þessari viku. Í samtali við Variety segir Weinstein ekki hafa upplýsingar um þetta mál. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um, í fullri hreinskilni,“ svaraði Weinstein í stuttu viðtali við fjölmiðilinn. Weinstein er einnig sagður hafa reynt að fá Lanny Davis til liðs viðs sig, sem var sérlegur ráðgjafi Bill Clinton þegar hann gegndi embætti forseta Bandaríkjanna, til að ráðleggja honum um næstu stig máls. Þá er Weinstein jafnframt sagður hafa sett sig í samband við nokkur almannatengslafyrirtæki sem sérhæfa sig í krísustjórnun. Harvey Weinstein er stofnandi The Weinstein Company ásamt bróður sínum Bob, en fyrirtækið hefur framleitt Óskarsverðlaunamyndir á borð við The Artist, The Kings Speech og stórmyndir á borð við Silver Linings Playbook og Django Unchained.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira