

Hugvísindi í hættu
Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans kemur niður á nemendum og kennurum en ekki síst samfélaginu. Ef ekki verður varið auknu fjármagni til háskólastigsins verður ómögulegt innan fárra ára að halda úti kennslu í mörgum þeirra tungumála sem nemendur geta stundað nám í nú við Háskólann, en slíkt yrði reiðarslag fyrir þjóð sem á allt sitt undir fjölbreyttum og nánum samskiptum við umheiminn.
Námsgreinar sem heyra undir Mála- og menningardeild eru í sérstakri hættu vegna fárra nemenda í hverri námsgrein í þeirri deild. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru jafn lág og raun ber vitni eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef of fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það ósjaldan fellt niður.
Finnska er ekki lengur kennd og ekki er hægt að stunda nám í norsku eins og er. Sænskan er í verulegri hættu og danskan á í erfiðleikum. Þetta stafar af því að hér áður fyrr var stórum hlutum kennslunnar haldið uppi af sendikennurum, sem kostaðir voru af sendilöndunum, en nú er sá háttur aflagður. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í með auknu fjárframlagi er ljóst að kennsla í Norðurlandamálunum við Háskóla Íslands gæti liðið undir lok.
Sökum skorts á fjármagni er heldur ekki hægt að bjóða upp á nýjar námsleiðir sem mikil þörf er fyrir. Þar má til að mynda nefna kennslu í arabísku, Mið-Austurlandafræðum og íslenskri máltækni. Þá hefur nýliðun á ýmsum lykilsviðum íslenskrar menningar reynst erfið þar sem ekki er til fjármagn til að ráða í störf sem losna þegar kennarar fara á eftirlaun.
Kennurum hefur fækkað verulega á undanförnum árum sem gerir skólanum erfitt fyrir að sinna mikilvægum sviðum í rannsóknum og kennslu. Rót vandans á Hugvísindasviði er því ekki aðeins undirfjármögnunin heldur líka stórgölluð fjárhagslíkön sem miða við aðstæður sem eru allt aðrar en hér á landi.
Á þessu skólaári hófst kennsla í nýjustu byggingu Háskólans, Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu og undirstrikar því mikilvægi hugvísindanna. Fólk sem stundar rannsóknir á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Tungumálakunnátta greiðir veg fólks á starfsvettvangi í alþjóðlegu samhengi, eflir skilning á öðrum þjóðum og opnar okkur áður óþekktar víddir. Ef ekki verður brugðist við aðsteðjandi vanda er ljóst að gæði kennslu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands gæti dregist verulega aftur úr í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.
Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Tengdar fréttir

Kjóstu menntun 28. október
Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn.

Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif.

Skiptir þessi háskóli máli?
Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda.
Skoðun

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar