Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Jónína Sigurðardóttir skrifar 6. október 2017 09:00 Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Sérhæfing einstaklinga í námi hefur áhrif á möguleika þeirra á framtíðarstarfi og hversu vel þeir eru undirbúnir þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. Við upphaf þessa skólaárs hóf ég nám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem ber heitið Uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn. Ég varð alveg heilluð þegar ég sá að þetta nám væri í boði, nám sem gæfi mér færi á því að aðstoða börn og ungmenni sem taka þátt í áhættuhegðun og að ég fengi að vera hluti af hópi sem reynir að beina þeim á aðra braut. Að mínu mati er mjög mikilvægt að við sem samfélag gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að grípa sem fyrst inn í hjá þessum hópi en það er því miður ekki raunin í dag. Inni á vef skólans segir meðal annars að námsleiðin sé ætluð þeim sem sjá fram á að starfa á vettvangi að uppbyggjandi starfi og inngripum í nærsamfélaginu og á stofnunum. Raunin er sú að þeir áfangar sem eru í boði á námsleiðinni endurspegla ekki þá sérhæfingu sem nemandi gerir ráð fyrir að fá þegar hann skráir sig í námið. Algengt er að áfangar séu samkenndir, það er að nemendur sem ekki eru að læra það sama sæki sömu áfanga. Í sjálfu sér er þetta ekki vitlaust og á vel við um áfanga á borð við aðferðafræði. Það er ekki boðlegt að nemendur þurfi að sitja áfanga sem tengjast þeirra námi ekki því það þarf að spara pening. Í náminu sem ég hyggst leggja fyrir mig eru algengt að áfangar séu samkenndir og oft miðaðir að einstaklingum sé sjá fyrir sér að starfa í skólum eða í menntakerfinu á einn eða annan hátt. Það sama átti við um áfanga sem ég tók í mínu grunnnámi, þar komu oftar en ekki gestafyrirlesarar sem héldu að nemendur áfanganna væru einungis í kennaranámi. Aukning er á að áfangar í Háskóla Íslands séu samkenndir. Samkennsla er vandamál sem stækkar stöðugt vegna undirfjármögnunar. Með aukinni samkennslu er hætta á að áfangar verði of þétt setnir eða að nemendur eigi ekki kost á að skrá sig í þá vegna fjöldatakmarkana. Fjöldatakmarkanir í áfanga heftir aðgang nemenda að námskeiðum og kemur í veg fyrir að þeir geti setið áfanga sem þeir hefðu annars viljað sitja og tengjast mögulega námi þeirra á einn eða annan hátt. Ég spyr mig hvort nemendur sem eru komnir lengra í námi fái þá forgang í þessa áfanga þar sem fjöldatakmarkanir eru settar enda fara líkur minnkandi á að þeir hafi kost á að taka þá því nær sem dregur að útskrift. Með auknu fjármagni til skólans væri hægt að ganga til aðgerða til þess að ganga úr skugga um að nemendur geti menntað sig í því sem þeir hafa áhuga og ástríðu fyrir. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun