Fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar biður slasaða Katalóna afsökunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 15:45 Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Vísir/AFP Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00