Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2017 07:00 Tony Ferguson og Kevin Lee. Vísir/Getty Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30