Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2017 07:00 Tony Ferguson og Kevin Lee. Vísir/Getty Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30