Trump gefur í skyn samning við demókrata um sjúkratryggingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 14:25 Nýjasta útspil Trump er ólíklegt að bæta samband hans við leiðtoga repúblikana í þinginu. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare. Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því í Twitter í morgun að hann gæti tekið höndum saman við demókrata í Bandaríkjaþingi um að semja nýtt frumvarp um sjúkratryggingar. Stirt hefur verið milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu að undanförnu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá repúblikönum að afnema Obamacare, heilbrigðistryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, þrátt fyrir að það hafi verið þeirra helsta stefnumál um árabil. Hefur þeim trekk í trekk mistekist að semja frumvarp sem jafnt harðlínumenn sem hófsamari þingmenn hafa getað sameinast um. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum Trump við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeild þingsins. Ekki er langt síðan að Trump tilkynnti að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga demókrata um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins og fjármagna rekstur alríkisstjórnarinnar, þvert á vilja leiðtoga repúblikana.Ef eitthvað er að marka tíst Trump virðist Schumer ekki hafa hafnað samstarfstillögunni algerlega.Vísir/AFPNú segir Trump að hann gæti endurtekið þann leik með sjúkratryggingakerfið. Í tísti í morgun sagðist hann hafa rætt við Chuck Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, til að kanna hvort að demókratar hefðu áhuga á að vinna með honum að „frábæru sjúkrafrumvarpi“. „Hver veit!“ tísti Trump.I called Chuck Schumer yesterday to see if the Dems want to do a great HealthCare Bill. ObamaCare is badly broken, big premiums. Who knows!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Schumer og félagar hafa fram að þessu verið mótfallnir tilraunum repúblikana til að afnema og skipta Obamacare út fyrir önnur lög, að sögn Washington Post. Schumer og fleiri demókratar hafa aftur á móti sagst reiðubúnir að vinna með Trump og öðrum repúblikönum að því að sníða vankanta af Obamacare.
Donald Trump Tengdar fréttir Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45 Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 19. september 2017 13:45
Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Jimmy Kimmel sakar einn af flutningsmönnum frumvarpsins um að hafa logið upp í opið geðið á sér. 20. september 2017 15:45