Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 07:58 Frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst. Daginn eftir brutust út slagsmál á milli þeirra og mótmælenda á götum bæjarins. Vísir/AFP Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00