Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 07:58 Frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst. Daginn eftir brutust út slagsmál á milli þeirra og mótmælenda á götum bæjarins. Vísir/AFP Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00