Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 10:49 Trump og Weinstein með Melaniu Trump og Georginu Chapman árið 2009. Vísir/AFP Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“. Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Demókratar í Bandaríkjunum keppast nú við að skila fé sem Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, gaf í sjóði þeirra í kjölfar umfjöllunar um áralöng kynferðisbrot gegn konum. Donald Trump forseti segir að uppljóstranirnar komi honum ekki á óvart. Framferði Weinstein í gengum tíðina komst í hámæli í vikunni eftir að New York Times birti ásakanir leikkvennanna Ashley Judd og Rose McGowan á hendur honum um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Síðan þá hefur verið greint frá fleiri ásökunum um kynferðislega tilburði Weinstein gegn konum. Þannig sagði sjónvarpskona frá því að hann hefði fróað sér fyrir framan hana á fínu veitingahúsi í New York. Weinstein hefur látið mikið fé af hendi rakna til kosningasjóða demókrata í gegnum tíðina. Landsnefnd flokksins hefur tilkynnt að hún ætli að gefa 30.000 dollara sem komu frá Weinstein í fyrra til góðgerðamála. Nokkrir þingmenn flokksins ætla að gera slíkt hið sama. Sagðist hafa þekkt Weinstein lengi Trump var spurður út í mál Weinstein í gær og sagðist hann þá ekki hissa á ásökununum, að því er segir í frétt Politico. „Ég hef þekkt Harvey Weinstein í langan tíma. Þetta kemur mér alls ekki á óvart,“ sagði forsetinn. Eins og fram kom í kosningabaráttunni í fyrra er Trump sjálfur ekki ókunngur kynferðisáreiti gegn konum. Þannig var rifjuð upp gömul upptaka þar sem Trump talaði digurbarkalega um að hann gæti „gripið í píkuna“ á konum í krafti frægðar sinnar. Þegar Trump var spurður í gær um líkindi máls Weinstein við sín eigin endurtók hann fyrri málsvörn sína um að þar hefði verið á ferðinni „búningsklefatal“.
Donald Trump Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið