Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir skrifar 9. október 2017 06:00 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun