Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Sólveig María Árnadóttir skrifar 10. október 2017 09:00 Tíminn æðir áfram og senn göngum við til alþingiskosninga, líkt og við gerðum fyrir tæpu ári síðan. Út undan mér hef ég heyrt að fólk viti ekki hvaða stjórnmálaflokk það eigi að kjósa og margir hyggjast jafnvel ekki ætla að mæta á kjörstað. Mér finnst því rétt að ítreka það að hvert og eitt atkvæði skiptir máli og ég hvet þig til þess að taka kosningarétti þínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Nýlegar skoðanakannanir um þær áherslur sem virðast skipta landsmenn hvað mestu máli fyrir komandi kosningar, koma mér talsvert á óvart. Hvers vegna? Menntun kemst varla inn á lista yfir mikilvæg kosningamál. Ég hef þó þegar ákveðið að ég ætli að kjósa menntun þann 28. október. Ég hvet þig til þess að gera slíkt hið sama og mun hér stikla á stóru varðandi mikilvægi þess. Menntun er undirstaða samfélagsins. „Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.“1 Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta.2,3 Til þess að háskólar landsins geti boðið upp á skilvirkt nám sem leiðir af sér þann ávinning sem vænst er þarf háskólakerfið að vera fjármagnað með fullnægjandi hætti. Á Íslandi starfa 7 ólíkir háskólar. Ég er nemandi við Háskólann á Akureyri, háskóla sem býður upp á 13 námsleiðir í grunnnámi en þar af eru 7 námsleiðir sem enginn annar háskóli á Íslandi býður upp á. Sé dæmi tekið þá er Háskólinn á Akureyri eini háskólinn á landinu sem útskrifar sjávarútvegsfræðinga, fjölmiðlafræðinga, iðjuþjálfa og lögreglufræðinga. Ef fjármagn ríkisins til háskóla á Íslandi er borið saman við háskóla á Norðurlöndunum má glögglega sjá að íslenskir háskólar eru undirfjármagnaðir. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda. Ef nemendur á Íslandi eiga að fá sambærilega þjónustu og nemendur OECD ríkjanna, með því fjármagni sem til er í íslenska háskólakerfinu í dag, þyrfti að loka öllum háskólum landsins fyrir utan Háskóla Íslands eða loka Háskóla Íslands og skilja hina háskólana eftir. Væri það sanngjarnt? Það er mikilvægt að samfélagið bjóði jafn greiðan aðgang að námi líkt og það gerir í dag. Lausnin er því ekki að loka háskólastofnunum heldur að fjármagna háskólakerfið með fullnægjandi hætti svo að háskólarnir geti áfram boðið upp á fjölbreytt nám og veitt hverjum og einum nemanda bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Að lokum hvet ég þig til þess að mæta í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í dag klukkan 16:10, þar sem opinn fundur með stjórnmálaflokkunum mun fara fram.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Heimildir 1. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 203. Reykjavík: Höfundur. 2. Fitzgerald, H., E., Burns, K., Sonka, S., Furco, A., & Swanson, L. (2012). The centrality of engagement in higher education. Journal of Higher Education Outreach and Engagement, 16(3), 7-28. 3. Ma, J., Pender, M., Welch, M. (2016). Education Pays 2016. The Benefits of Higher Education for Individuals and Society. Sótt af https://files.eric.ed.gov/fulltext/ED572548.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tíminn æðir áfram og senn göngum við til alþingiskosninga, líkt og við gerðum fyrir tæpu ári síðan. Út undan mér hef ég heyrt að fólk viti ekki hvaða stjórnmálaflokk það eigi að kjósa og margir hyggjast jafnvel ekki ætla að mæta á kjörstað. Mér finnst því rétt að ítreka það að hvert og eitt atkvæði skiptir máli og ég hvet þig til þess að taka kosningarétti þínum ekki sem sjálfsögðum hlut. Nýlegar skoðanakannanir um þær áherslur sem virðast skipta landsmenn hvað mestu máli fyrir komandi kosningar, koma mér talsvert á óvart. Hvers vegna? Menntun kemst varla inn á lista yfir mikilvæg kosningamál. Ég hef þó þegar ákveðið að ég ætli að kjósa menntun þann 28. október. Ég hvet þig til þess að gera slíkt hið sama og mun hér stikla á stóru varðandi mikilvægi þess. Menntun er undirstaða samfélagsins. „Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.“1 Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta.2,3 Til þess að háskólar landsins geti boðið upp á skilvirkt nám sem leiðir af sér þann ávinning sem vænst er þarf háskólakerfið að vera fjármagnað með fullnægjandi hætti. Á Íslandi starfa 7 ólíkir háskólar. Ég er nemandi við Háskólann á Akureyri, háskóla sem býður upp á 13 námsleiðir í grunnnámi en þar af eru 7 námsleiðir sem enginn annar háskóli á Íslandi býður upp á. Sé dæmi tekið þá er Háskólinn á Akureyri eini háskólinn á landinu sem útskrifar sjávarútvegsfræðinga, fjölmiðlafræðinga, iðjuþjálfa og lögreglufræðinga. Ef fjármagn ríkisins til háskóla á Íslandi er borið saman við háskóla á Norðurlöndunum má glögglega sjá að íslenskir háskólar eru undirfjármagnaðir. Heildartekjur háskóla á Norðurlöndunum á hvern ársnema eru að meðaltali 4,4 milljónir en 2,3 milljónir á Íslandi. Þetta þýðir að framlög til háskóla á Norðurlöndunum eru um það bil tvöfalt hærri en hér á landi, sé miðað við nemendafjölda. Ef nemendur á Íslandi eiga að fá sambærilega þjónustu og nemendur OECD ríkjanna, með því fjármagni sem til er í íslenska háskólakerfinu í dag, þyrfti að loka öllum háskólum landsins fyrir utan Háskóla Íslands eða loka Háskóla Íslands og skilja hina háskólana eftir. Væri það sanngjarnt? Það er mikilvægt að samfélagið bjóði jafn greiðan aðgang að námi líkt og það gerir í dag. Lausnin er því ekki að loka háskólastofnunum heldur að fjármagna háskólakerfið með fullnægjandi hætti svo að háskólarnir geti áfram boðið upp á fjölbreytt nám og veitt hverjum og einum nemanda bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Að lokum hvet ég þig til þess að mæta í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í dag klukkan 16:10, þar sem opinn fundur með stjórnmálaflokkunum mun fara fram.Greinin er hluti af átaki Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Heimildir 1. Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 203. Reykjavík: Höfundur. 2. Fitzgerald, H., E., Burns, K., Sonka, S., Furco, A., & Swanson, L. (2012). The centrality of engagement in higher education. Journal of Higher Education Outreach and Engagement, 16(3), 7-28. 3. Ma, J., Pender, M., Welch, M. (2016). Education Pays 2016. The Benefits of Higher Education for Individuals and Society. Sótt af https://files.eric.ed.gov/fulltext/ED572548.pdf
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun