Lífið eftir Bessastaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 09:00 "Eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði.“ Visir/Eyþór Við Íslendingar höfum ekki orðið mikið vör við Ólaf Ragnar Grímsson á opinberum vettvangi frá því að hann lét af embætti forseta í lok júlí í fyrra. Hann hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og segist núna upplifa meira frelsi en hann hefur gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ segir Ólafur Ragnar. Hann hefur undanfarna mánuði farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“Laurene Powell er stofnandi samtakanna Emerson Collective sem tekur þátt í Arctic CircleVísir/GettyFjögur meginmálefni Eftir að skyldum við forsetaembættið lauk hefur Ólafur Ragnar helgað sig fjórum meginmálefnum, sem hann hefur lengi haft áhuga á. Það eru í fyrsta lagi málefni á vettvangi Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle. Í öðru lagi hefur hann tekið þátt í samstarfi um baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í þriðja lagi hefur hann haldið áfram að miðla af reynslu Íslendinga í þróun hreinnar orku, einkum jarðhita, og í fjórða lagi hefur hann komið að samstarfi um málefni hafsins. Ólafur Ragnar segist hafa velt því mjög snemma á forsetaferlinum fyrir sér hvað Íslendingar myndu hafa fram að færa á nýrri öld. Hann sannfærðist um að það væri stórmál fyrir Ísland að um helmingur G20 ríkjanna væri kominn inn á vettvang Norðurslóða með einum eða öðrum hætti. Þá væri reynsla Íslendinga af nýtingu hreinnar orku og nýtingu sjávarauðlinda eitt það mikilvægasta sem við gætum haft fram að færa. „Ég lærði það mjög fljótlega í mínum alþjóðlegu samskiptum að þegar þú ert kominn inn á fund með leiðtogum annarra ríkja eða fyrirmennum heimsins þá er ekki spurt: Ertu með 200 þúsund manns á bak við þig eða 200 milljónir? Er efnahagskerfið hjá þér stórt eða lítið? Það er fyrst og fremst spurt: Hefurðu eitthvað fram að færa sem skiptir aðra máli? Hefurðu einhverja reynslu eða þekkingu sem aðrir geta nýtt? Á 20. öldinni má segja að efnahagslegur styrkur, hernaðarstyrkur og stærð hafi skipt máli. En á 21. öldinni skiptir fyrst og fremst máli í hverju þú ert góður. Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú yfir að ráða sem getur reynst öðrum vel? Sérstaklega í veröld þar sem upplýsingakerfi heimsins hefur breyst með þeim hætti að þú getur lært af hverjum sem er í veröldinni, hvar sem þú ert í veröldinni,“ segir Ólafur Ragnar. Eftir að hann lét af embætti hefur hann unnið náið með forystufólki úr Silicon Valley og kynnst bæði Laurene Jobs (ekkju Steves Jobs) og hennar nánasta samstarfsfólki. Laurene Jobs er stofnandi samtakanna Emerson Collective sem tekur þátt í Arctic Circle. Ólafur segir það afar áhugavert að vinna með þessu fólki. „Fólki sem hefur vaxið upp við það að ungir menn í bílskúrum breyttu heiminum í krafti hugvitsins og tækni,“ segir hann. Þetta fólk hugsi talsvert öðruvísi en gert var á síðustu öld. Þá hefur Ólafur Ragnar unnið náið með Conservation International sem eru ein af öflugustu umhverfissamtökum í veröldinni með höfuðstöðvar í Washington og um 1.600 starfsmenn um allan heim. Þau samtök eru líka orðin aðilar að Arctic Circle.Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle Um 2000 manns frá 50 ríkjum hafa sótt þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle en næsta þing fer fram í Hörpu dagana 13.-15. október. Þar verða 135 málstofur með rúmlega 600 ræðumönnum og fyrirlesurum. Áhrifafólk víðsvegar að úr heiminum kemur þá til landsins. Lauren Jobs er ein þeirra. Framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna Patricia Espinosa verður líka viðstödd ráðstefnuna og flytur meginstefnuræðu á fyrsta morgni þingsins og útskýrir framhaldið varðandi Parísarsamkomulagið eftir ýmsar breytingar sem hafa orðið á síðustu misserum. „Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega þingið þessarar tegundar sem haldið er eftir að Bandaríkjaforseti tók sína ákvörðun varðandi Parísarsamkomulagið,“ útskýrir Ólafur Ragnar.Trump ákvað í byrjun júní að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þá mun Hans Heilagleiki Bartholomew I, Patríarkinn af Istanbul, flytja stefnuræðu sem að meginefni verður um verndun lífríkis jarðarinnar og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. En Patríarkinn er, ásamt páfanum í Róm, einn af tveimur til þremur helstu leiðtogum hins kristna heims. Ólafur Ragnar segist sérstaklega ánægður með þá öflugu sveit forystukvenna sem verður á þinginu. Auk Laurene Jobs nefnir hann sem dæmi þær Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, Lisu Murkowski öldungadeildarþingmann í Bandaríkjunum og formann orkunefndar öldungadeildarinnar, Ségolène Royal sem var forsetaframbjóðandi í Frakklandi, orkumálaráðherra í síðustu ríkisstjórn og nýskipaður sendimaður hins nýja forseta Frakklands í málefnum Norðurslóða, auk fjölda annarra forystukvenna. En Ólafur Ragnar segir að það hafi jafnframt verið sér kappsmál að þingin hér á Íslandi væru opin almenningi. „Við höfum alltaf tekið frá ákveðinn fjölda sæta fyrir áhugasama Íslendinga þótt þeir gegni ekki forystustöðu á neinum vettvangi, hafi bara einlægan áhuga á málefnum Norðurslóða eða þeim vísindum eða alþjóðamálum sem hér verða til umræðu,“ segir Ólafur Ragnar. Fólk geti þá skráð sig á þingið fyrir tiltölulega litla upphæð á vefslóðinni www.ArcticCircle.org og tekið fullan þátt í þinginu. Á hverju ári hafi nokkur hundruð Íslendinga nýtt sér þetta boð. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti árið 1996.Vísir/EyþórStormasamur tími í stjórnmálum Það hefur dregið verulega til tíðinda í íslenskum stjórnmálum frá því að Ólafur Ragnar lét af embætti 31. júlí 2016. Gengið var til kosninga 29. október sama ár, ný ríkisstjórn mynduð tveimur og hálfum mánuði síðar. Nú á að ganga aftur til kosninga. „Það er merkilegt ef við horfum yfir þetta rúma ár, að rifja upp að þegar ég hélt blaðamannafundinn á Bessastöðum vorið 2016 og mikil ólga hafði verið í samfélaginu lýsti ég því yfir að fram undan væri tími mikillar óvissu og óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Ýmsir ypptu öxlum yfir þeim spádómi og töldu hann réttlætingu sem ég væri að búa til. Hann var einfaldlega byggður á greiningu sem sótt var í minn gamla akademíska feril og þeirri reynslu að fylgjast með stjórnmálum og þjóðmálum á Íslandi í nokkra áratugi. Þessi spádómur hefur, því miður, ræst með enn afdrifaríkari hætti en ég átti von á fyrir rúmu ári. Að nokkru leyti eru ástæðurnar tengdar íslensku samfélagi en þær eru líka alþjóðlegar í eðli sínu,“ segir Ólafur Ragnar. Hann bendir á að bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi hafi komið á vettvang nýir forystumenn, Bernie Sanders í Demókrataflokknum og Donald Trump í Repúblikanaflokknum. Síðan náði Macron kjöri í forsetakosningunum í Frakklandi. „Enginn þeirra hafði forystustöðu innan flokkanna en allir náðu ótrúlega miklum pólitískum árangri og stuðluðu að gríðarlegri gerjun í stjórnmálum Frakklands og Bandaríkjanna sem fæstir höfðu séð fyrir,“ segir Ólafur. Hann segir að við Íslendingar séum, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, staddir á þeim vegamótum að það sé mikil krafa um lýðræðislegar umbætur. Hún sé eðlileg og skiljanleg og eigi sér aðdraganda sem tengist bæði upplýsingatækni, aukinni menntun og því að nýir hópar séu komnir komnir fram á sviðið. Þessi lýðræðislega gerjun verði að fá svigrúm til að þróast. Hins vegar þurfi líka að vera stöðugleiki í stjórnkerfinu svo að árangur náist. „Þessi tvö markmið þurfa bæði að vera leiðarljós ef þjóðin ætlar með farsælum hætti að ná árangri. Verkefni þeirra sem eru núna á vettvangi hinna kjörnu fulltrúa er að reyna að sameina þetta tvennt. Að leyfa lýðræðislegri gerjun að fá framrás en glata ekki við það þeim stöðugleika og árangri sem þarf að ríkja í stjórnkerfi hverrar þjóðar,“ segir Ólafur.Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice í júní í fyrra.vísir/vilhelmÆtlar ekki að verða álitsgjafi Ólafur Ragnar gegndi embætti forseta í 20 ár, lengur en nokkur annar forseti lýðveldisins. Hann var fyrsti forsetinn til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og vísa lögum, sem samþykkt höfðu verið á Alþingi, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerði hann fyrst eftir að Alþingi samþykkti fjölmiðlalög árið 2004 og síðan þegar Alþingi hafði samþykkt ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Ákvarðanirnar voru í öllum tilfellum gagnrýndar af forystumönnum þeirra ríkisstjórna sem sátu á hverjum tíma. Í sumar var núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, gagnrýndur af almennum borgurum fyrir að hafa staðfest þá stjórnarathöfn Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, að veita mönnum sem dæmdir höfðu verið fyrir alvarleg brot uppreist æru. Ólafur Ragnar svarar því ekki hvað honum finnist um þá stöðu sem eftirmaður hans glímdi við. „Það var afdráttarlaus ákvörðun þegar ég lét af embætti að ég ætlaði ekki að vera álitsgjafi, hvorki um verk eftirmanns míns, stöðu hans og vanda né heldur daglega atburðarás á vettvangi stjórnmálanna,“ segir hann. Ólafur Ragnar tekur hins vegar skýrt fram að ákvarðanir hans um að vísa fyrrgreindum stjórnarfrumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi byggst á traustum grunni og eflt lýðræðislegt vald þjóðarinnar. „Það má kannski segja að það hafi verið þrír meginþættir í stöðu forsetans sem margir töldu í upphafi minnar forsetatíðar vafasamt að ættu sér stjórnskipulegar rætur. Ég var alltaf ósammála þeim fullyrðingum og taldi mig hafa góðan akademískan grundvöll til að fullyrða að ég hafi hvergi farið út fyrir hin stjórnskipulegu mörk,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að í dag ríki sátt um öll þessi atriði. „Í fyrsta lagi er núna almenn sátt um að forsetinn hefur þennan stjórnskipunarlega rétt og jafnvel skyldur að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu ef stór hluti þjóðarinnar óskar þess og telur það mikilvægt. Í öðru lagi hefur skilningur minn á þingrofsréttinum núna nýlega verið staðfestur með afstöðu eftirmanns míns sem enginn hefur mótmælt, hvernig forsætisráðherrann annars vegar og forsetinn hins vegar komi að slíkri ákvörðun. Í þriðja lagi að nauðsynlegt væri, vegna breytts tíðaranda og breytts þjóðfélags og breyttra alþjóðamála, að forsetinn léti meira til sín taka í almennri umræðu en sæti ekki í umróti tímans bara hógvær og þögull á Bessastöðum. Heldur væri hann þátttakandi með þjóðinni í mótun framtíðarinnar. Þessi skilningur hefur ítrekað verið festur í sessi með margvíslegri framgöngu eftirmanns míns,“ segir hann. Þá nefnir Ólafur Ragnar að hann sé sérstaklega ánægður með að á þessum 20 árum hafi þráðurinn frá einni ríkisstjórn til annarrar aldrei slitnað og stjórnarmyndanir hafi ávallt tekist í fyrstu tilraun. Slíkur stöðugleiki hafi skipt miklu, sérstaklega þegar þjóðin glímdi við óvænta og sögulega erfiðleika. Mikið samtal hefur átt sér stað um stjórnarskrána á liðnum árum og hefur sú umræða síst minnkað í aðdraganda alþingiskosninga. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar og hef lýst henni oft áður að núverandi stjórnarskrá sé í sjálfu sér alveg nægilega ljós. Skoði menn reynsluna og hvernig henni hefur verið beitt hefur stjórnarskráin reynst þjóðinni vel við erfiðar aðstæður og á ólíkum tímabilum,“ segir Ólafur. Hins vegar sé ekki þar með sagt að það megi ekki breyta ýmsu í stjórnarskránni. Þar nefnir hann að styrkja mætti heimildir um þjóðaratkvæðagreiðslur, skýra heimildir um þjóðareign á auðlindum og ákvæði varðandi náttúru og umhverfi. „Það er fyrst og fremst atburðarásin á hverjum tíma sem sker úr um það hvort stjórnarskráin sé gagnleg eða ekki. Núverandi stjórnarskrá hefur ekki reynst hindrun við að knýja fram lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Það sáum við í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem ég efndi til sem forseti. Það höfum við séð á undanförnum árum varðandi kröfurnar um þingrof og nýjar kosningar sem orðið hefur verið við. Ekki bara einu sinni heldur þrisvar.“ Ólafur Ragnar hyggst ekki blanda sér í umræðu um pólitísk dægurmál á næstunni. „Ég held að æskilegast sé að slík mál þróist með svo farsælum hætti meðal þjóðarinnar að það verði hvorki þörf né eftirspurn eftir því að koma aftur á vettvang. Það er einlæg ósk mín að það takist svo vel til við meðferð bæði grundvallarmála og annarra mála að það verði ekki kallað eftir því að fyrrverandi forseti fari að blanda sér í málin. Það er mikilvægt að þjóðin finni sér á hverjum tíma nýjar kynslóðir leiðtoga og forystumanna sem geta farsællega leyst úr vandamálunum.“Þeim Dorrit og Georg, lukkudýri Íslandsbanka, kom vel saman á úrslitaleik FH og Hauka í handbolta árið 2011Vísir/VilhelmDorrit heilsar Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á BessastöðumVísir/VilhelmDorrit heilsar fólki við móttöku forseta Slóveníu árið 2011.Vísir/Anton BrinkDorrit heilsar fólki á Breiðholtsvöku árið 2008Vísir/Anton BrinkDorrit böðuð bleikum ljóma fyrir utan BessastaðiVísir/VilhelmDorrit er ávalt afar tignarleg.Vísir/VilhelmDorrit heilsar nýkjörnum forseta, Guðna Th. Jóhannessyni á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi árið 2016.Visir/VilhelmDorrit glöð meðal barna við BessastaðiVísir/Anton BrinkDorrit og Ólafur gæddu sér á tertu á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Anton BrinkDorrit stórglæsileg á heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2013Mynd/Rut SigurðardóttirDorrit er margt til lista lagt, greinilega.Mynd/Páll FriðrikssonDorrit skoðar skartgripi á Hönnunarmars 2012.Vísir/VilhelmÓlafur og Dorrit heilsa frú Vigdísi Finnbogadóttur við embættistöku Ólafs árið 2012.Vísir/StefánDorrit og Ólafur a Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.Vísir/VilhelmDorrit hvílir sig í grasi á meðan Ólafur sinnir skyldustörfumVísir/StefánDorrit klifrar yfir til mótmælenda sem samankomnir voru við Þingsetningu árið 2011.Vísir/ValgarðurDorrit aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg við sölu á neyðarkallinum í Smáralind árið 2012.Vísir/VilhelmDorrit við verðlaunaafhendingu nýsköpunarverðlauna Bessastaða árið 2012Vísir/StefánDorrit og Ólafur ásamt Ólafi Stefánssyni handboltamanni á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008Vísir/VilhelmÞað er aldrei langt í hláturinn hjá DorritVísir/VilhelmDorrit var valin kona ársins árið 2006 hjá tímaritinu Nýju Lífi.Vísir/VilhelmDorrit ásamt Skúla Mogensen og Hilmari Hilmarssyni allsherjargoða við vígslu nýrrar þotu WOW air árið 2015Vísir/VilhelmDorrit mundar varagloss af kostgæfni til hjálpar söfnunarinnar á allra vörum árið 2013Vísir/ValgarðurDorrit og Ólafur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2013Mynd/Rut SigurðardóttirDorrit heilsar skólabörnum í heimsókn í SkagafirðiVísir/GVAÓlafur og Dorrit á verðlaunaafhendingu Eddunnar árið 2014.Vísir/DaníelHér skoða hjónin greinilega eitthvað æsispennandi.Vísir/Anton BrinkDorrit með börnum á Öskudegi á Bessastöðum.Vísir/GVADorrit við þingsetningu árið 2009Vísir/GVADorrit er greinilega mikið jólabarnVísir/VilhelmDorrit sést hér nudda Loga Geirsson handboltamann á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008Vísir/VilhelmDorrit og Ólafur virða fyrir sér veiðistangir með George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.Vísir/Stefán Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Við Íslendingar höfum ekki orðið mikið vör við Ólaf Ragnar Grímsson á opinberum vettvangi frá því að hann lét af embætti forseta í lok júlí í fyrra. Hann hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og segist núna upplifa meira frelsi en hann hefur gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ segir Ólafur Ragnar. Hann hefur undanfarna mánuði farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“Laurene Powell er stofnandi samtakanna Emerson Collective sem tekur þátt í Arctic CircleVísir/GettyFjögur meginmálefni Eftir að skyldum við forsetaembættið lauk hefur Ólafur Ragnar helgað sig fjórum meginmálefnum, sem hann hefur lengi haft áhuga á. Það eru í fyrsta lagi málefni á vettvangi Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle. Í öðru lagi hefur hann tekið þátt í samstarfi um baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Í þriðja lagi hefur hann haldið áfram að miðla af reynslu Íslendinga í þróun hreinnar orku, einkum jarðhita, og í fjórða lagi hefur hann komið að samstarfi um málefni hafsins. Ólafur Ragnar segist hafa velt því mjög snemma á forsetaferlinum fyrir sér hvað Íslendingar myndu hafa fram að færa á nýrri öld. Hann sannfærðist um að það væri stórmál fyrir Ísland að um helmingur G20 ríkjanna væri kominn inn á vettvang Norðurslóða með einum eða öðrum hætti. Þá væri reynsla Íslendinga af nýtingu hreinnar orku og nýtingu sjávarauðlinda eitt það mikilvægasta sem við gætum haft fram að færa. „Ég lærði það mjög fljótlega í mínum alþjóðlegu samskiptum að þegar þú ert kominn inn á fund með leiðtogum annarra ríkja eða fyrirmennum heimsins þá er ekki spurt: Ertu með 200 þúsund manns á bak við þig eða 200 milljónir? Er efnahagskerfið hjá þér stórt eða lítið? Það er fyrst og fremst spurt: Hefurðu eitthvað fram að færa sem skiptir aðra máli? Hefurðu einhverja reynslu eða þekkingu sem aðrir geta nýtt? Á 20. öldinni má segja að efnahagslegur styrkur, hernaðarstyrkur og stærð hafi skipt máli. En á 21. öldinni skiptir fyrst og fremst máli í hverju þú ert góður. Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú yfir að ráða sem getur reynst öðrum vel? Sérstaklega í veröld þar sem upplýsingakerfi heimsins hefur breyst með þeim hætti að þú getur lært af hverjum sem er í veröldinni, hvar sem þú ert í veröldinni,“ segir Ólafur Ragnar. Eftir að hann lét af embætti hefur hann unnið náið með forystufólki úr Silicon Valley og kynnst bæði Laurene Jobs (ekkju Steves Jobs) og hennar nánasta samstarfsfólki. Laurene Jobs er stofnandi samtakanna Emerson Collective sem tekur þátt í Arctic Circle. Ólafur segir það afar áhugavert að vinna með þessu fólki. „Fólki sem hefur vaxið upp við það að ungir menn í bílskúrum breyttu heiminum í krafti hugvitsins og tækni,“ segir hann. Þetta fólk hugsi talsvert öðruvísi en gert var á síðustu öld. Þá hefur Ólafur Ragnar unnið náið með Conservation International sem eru ein af öflugustu umhverfissamtökum í veröldinni með höfuðstöðvar í Washington og um 1.600 starfsmenn um allan heim. Þau samtök eru líka orðin aðilar að Arctic Circle.Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle Um 2000 manns frá 50 ríkjum hafa sótt þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle en næsta þing fer fram í Hörpu dagana 13.-15. október. Þar verða 135 málstofur með rúmlega 600 ræðumönnum og fyrirlesurum. Áhrifafólk víðsvegar að úr heiminum kemur þá til landsins. Lauren Jobs er ein þeirra. Framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna Patricia Espinosa verður líka viðstödd ráðstefnuna og flytur meginstefnuræðu á fyrsta morgni þingsins og útskýrir framhaldið varðandi Parísarsamkomulagið eftir ýmsar breytingar sem hafa orðið á síðustu misserum. „Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega þingið þessarar tegundar sem haldið er eftir að Bandaríkjaforseti tók sína ákvörðun varðandi Parísarsamkomulagið,“ útskýrir Ólafur Ragnar.Trump ákvað í byrjun júní að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þá mun Hans Heilagleiki Bartholomew I, Patríarkinn af Istanbul, flytja stefnuræðu sem að meginefni verður um verndun lífríkis jarðarinnar og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. En Patríarkinn er, ásamt páfanum í Róm, einn af tveimur til þremur helstu leiðtogum hins kristna heims. Ólafur Ragnar segist sérstaklega ánægður með þá öflugu sveit forystukvenna sem verður á þinginu. Auk Laurene Jobs nefnir hann sem dæmi þær Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, Lisu Murkowski öldungadeildarþingmann í Bandaríkjunum og formann orkunefndar öldungadeildarinnar, Ségolène Royal sem var forsetaframbjóðandi í Frakklandi, orkumálaráðherra í síðustu ríkisstjórn og nýskipaður sendimaður hins nýja forseta Frakklands í málefnum Norðurslóða, auk fjölda annarra forystukvenna. En Ólafur Ragnar segir að það hafi jafnframt verið sér kappsmál að þingin hér á Íslandi væru opin almenningi. „Við höfum alltaf tekið frá ákveðinn fjölda sæta fyrir áhugasama Íslendinga þótt þeir gegni ekki forystustöðu á neinum vettvangi, hafi bara einlægan áhuga á málefnum Norðurslóða eða þeim vísindum eða alþjóðamálum sem hér verða til umræðu,“ segir Ólafur Ragnar. Fólk geti þá skráð sig á þingið fyrir tiltölulega litla upphæð á vefslóðinni www.ArcticCircle.org og tekið fullan þátt í þinginu. Á hverju ári hafi nokkur hundruð Íslendinga nýtt sér þetta boð. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti árið 1996.Vísir/EyþórStormasamur tími í stjórnmálum Það hefur dregið verulega til tíðinda í íslenskum stjórnmálum frá því að Ólafur Ragnar lét af embætti 31. júlí 2016. Gengið var til kosninga 29. október sama ár, ný ríkisstjórn mynduð tveimur og hálfum mánuði síðar. Nú á að ganga aftur til kosninga. „Það er merkilegt ef við horfum yfir þetta rúma ár, að rifja upp að þegar ég hélt blaðamannafundinn á Bessastöðum vorið 2016 og mikil ólga hafði verið í samfélaginu lýsti ég því yfir að fram undan væri tími mikillar óvissu og óstöðugleika í íslenskum stjórnmálum. Ýmsir ypptu öxlum yfir þeim spádómi og töldu hann réttlætingu sem ég væri að búa til. Hann var einfaldlega byggður á greiningu sem sótt var í minn gamla akademíska feril og þeirri reynslu að fylgjast með stjórnmálum og þjóðmálum á Íslandi í nokkra áratugi. Þessi spádómur hefur, því miður, ræst með enn afdrifaríkari hætti en ég átti von á fyrir rúmu ári. Að nokkru leyti eru ástæðurnar tengdar íslensku samfélagi en þær eru líka alþjóðlegar í eðli sínu,“ segir Ólafur Ragnar. Hann bendir á að bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi hafi komið á vettvang nýir forystumenn, Bernie Sanders í Demókrataflokknum og Donald Trump í Repúblikanaflokknum. Síðan náði Macron kjöri í forsetakosningunum í Frakklandi. „Enginn þeirra hafði forystustöðu innan flokkanna en allir náðu ótrúlega miklum pólitískum árangri og stuðluðu að gríðarlegri gerjun í stjórnmálum Frakklands og Bandaríkjanna sem fæstir höfðu séð fyrir,“ segir Ólafur. Hann segir að við Íslendingar séum, ásamt nokkrum öðrum þjóðum, staddir á þeim vegamótum að það sé mikil krafa um lýðræðislegar umbætur. Hún sé eðlileg og skiljanleg og eigi sér aðdraganda sem tengist bæði upplýsingatækni, aukinni menntun og því að nýir hópar séu komnir komnir fram á sviðið. Þessi lýðræðislega gerjun verði að fá svigrúm til að þróast. Hins vegar þurfi líka að vera stöðugleiki í stjórnkerfinu svo að árangur náist. „Þessi tvö markmið þurfa bæði að vera leiðarljós ef þjóðin ætlar með farsælum hætti að ná árangri. Verkefni þeirra sem eru núna á vettvangi hinna kjörnu fulltrúa er að reyna að sameina þetta tvennt. Að leyfa lýðræðislegri gerjun að fá framrás en glata ekki við það þeim stöðugleika og árangri sem þarf að ríkja í stjórnkerfi hverrar þjóðar,“ segir Ólafur.Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice í júní í fyrra.vísir/vilhelmÆtlar ekki að verða álitsgjafi Ólafur Ragnar gegndi embætti forseta í 20 ár, lengur en nokkur annar forseti lýðveldisins. Hann var fyrsti forsetinn til að beita 26. grein stjórnarskrárinnar og vísa lögum, sem samþykkt höfðu verið á Alþingi, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gerði hann fyrst eftir að Alþingi samþykkti fjölmiðlalög árið 2004 og síðan þegar Alþingi hafði samþykkt ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Ákvarðanirnar voru í öllum tilfellum gagnrýndar af forystumönnum þeirra ríkisstjórna sem sátu á hverjum tíma. Í sumar var núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, gagnrýndur af almennum borgurum fyrir að hafa staðfest þá stjórnarathöfn Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, að veita mönnum sem dæmdir höfðu verið fyrir alvarleg brot uppreist æru. Ólafur Ragnar svarar því ekki hvað honum finnist um þá stöðu sem eftirmaður hans glímdi við. „Það var afdráttarlaus ákvörðun þegar ég lét af embætti að ég ætlaði ekki að vera álitsgjafi, hvorki um verk eftirmanns míns, stöðu hans og vanda né heldur daglega atburðarás á vettvangi stjórnmálanna,“ segir hann. Ólafur Ragnar tekur hins vegar skýrt fram að ákvarðanir hans um að vísa fyrrgreindum stjórnarfrumvörpum í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi byggst á traustum grunni og eflt lýðræðislegt vald þjóðarinnar. „Það má kannski segja að það hafi verið þrír meginþættir í stöðu forsetans sem margir töldu í upphafi minnar forsetatíðar vafasamt að ættu sér stjórnskipulegar rætur. Ég var alltaf ósammála þeim fullyrðingum og taldi mig hafa góðan akademískan grundvöll til að fullyrða að ég hafi hvergi farið út fyrir hin stjórnskipulegu mörk,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að í dag ríki sátt um öll þessi atriði. „Í fyrsta lagi er núna almenn sátt um að forsetinn hefur þennan stjórnskipunarlega rétt og jafnvel skyldur að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu ef stór hluti þjóðarinnar óskar þess og telur það mikilvægt. Í öðru lagi hefur skilningur minn á þingrofsréttinum núna nýlega verið staðfestur með afstöðu eftirmanns míns sem enginn hefur mótmælt, hvernig forsætisráðherrann annars vegar og forsetinn hins vegar komi að slíkri ákvörðun. Í þriðja lagi að nauðsynlegt væri, vegna breytts tíðaranda og breytts þjóðfélags og breyttra alþjóðamála, að forsetinn léti meira til sín taka í almennri umræðu en sæti ekki í umróti tímans bara hógvær og þögull á Bessastöðum. Heldur væri hann þátttakandi með þjóðinni í mótun framtíðarinnar. Þessi skilningur hefur ítrekað verið festur í sessi með margvíslegri framgöngu eftirmanns míns,“ segir hann. Þá nefnir Ólafur Ragnar að hann sé sérstaklega ánægður með að á þessum 20 árum hafi þráðurinn frá einni ríkisstjórn til annarrar aldrei slitnað og stjórnarmyndanir hafi ávallt tekist í fyrstu tilraun. Slíkur stöðugleiki hafi skipt miklu, sérstaklega þegar þjóðin glímdi við óvænta og sögulega erfiðleika. Mikið samtal hefur átt sér stað um stjórnarskrána á liðnum árum og hefur sú umræða síst minnkað í aðdraganda alþingiskosninga. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar og hef lýst henni oft áður að núverandi stjórnarskrá sé í sjálfu sér alveg nægilega ljós. Skoði menn reynsluna og hvernig henni hefur verið beitt hefur stjórnarskráin reynst þjóðinni vel við erfiðar aðstæður og á ólíkum tímabilum,“ segir Ólafur. Hins vegar sé ekki þar með sagt að það megi ekki breyta ýmsu í stjórnarskránni. Þar nefnir hann að styrkja mætti heimildir um þjóðaratkvæðagreiðslur, skýra heimildir um þjóðareign á auðlindum og ákvæði varðandi náttúru og umhverfi. „Það er fyrst og fremst atburðarásin á hverjum tíma sem sker úr um það hvort stjórnarskráin sé gagnleg eða ekki. Núverandi stjórnarskrá hefur ekki reynst hindrun við að knýja fram lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Það sáum við í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem ég efndi til sem forseti. Það höfum við séð á undanförnum árum varðandi kröfurnar um þingrof og nýjar kosningar sem orðið hefur verið við. Ekki bara einu sinni heldur þrisvar.“ Ólafur Ragnar hyggst ekki blanda sér í umræðu um pólitísk dægurmál á næstunni. „Ég held að æskilegast sé að slík mál þróist með svo farsælum hætti meðal þjóðarinnar að það verði hvorki þörf né eftirspurn eftir því að koma aftur á vettvang. Það er einlæg ósk mín að það takist svo vel til við meðferð bæði grundvallarmála og annarra mála að það verði ekki kallað eftir því að fyrrverandi forseti fari að blanda sér í málin. Það er mikilvægt að þjóðin finni sér á hverjum tíma nýjar kynslóðir leiðtoga og forystumanna sem geta farsællega leyst úr vandamálunum.“Þeim Dorrit og Georg, lukkudýri Íslandsbanka, kom vel saman á úrslitaleik FH og Hauka í handbolta árið 2011Vísir/VilhelmDorrit heilsar Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á BessastöðumVísir/VilhelmDorrit heilsar fólki við móttöku forseta Slóveníu árið 2011.Vísir/Anton BrinkDorrit heilsar fólki á Breiðholtsvöku árið 2008Vísir/Anton BrinkDorrit böðuð bleikum ljóma fyrir utan BessastaðiVísir/VilhelmDorrit er ávalt afar tignarleg.Vísir/VilhelmDorrit heilsar nýkjörnum forseta, Guðna Th. Jóhannessyni á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í Frakklandi árið 2016.Visir/VilhelmDorrit glöð meðal barna við BessastaðiVísir/Anton BrinkDorrit og Ólafur gæddu sér á tertu á 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Anton BrinkDorrit stórglæsileg á heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2013Mynd/Rut SigurðardóttirDorrit er margt til lista lagt, greinilega.Mynd/Páll FriðrikssonDorrit skoðar skartgripi á Hönnunarmars 2012.Vísir/VilhelmÓlafur og Dorrit heilsa frú Vigdísi Finnbogadóttur við embættistöku Ólafs árið 2012.Vísir/StefánDorrit og Ólafur a Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.Vísir/VilhelmDorrit hvílir sig í grasi á meðan Ólafur sinnir skyldustörfumVísir/StefánDorrit klifrar yfir til mótmælenda sem samankomnir voru við Þingsetningu árið 2011.Vísir/ValgarðurDorrit aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg við sölu á neyðarkallinum í Smáralind árið 2012.Vísir/VilhelmDorrit við verðlaunaafhendingu nýsköpunarverðlauna Bessastaða árið 2012Vísir/StefánDorrit og Ólafur ásamt Ólafi Stefánssyni handboltamanni á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008Vísir/VilhelmÞað er aldrei langt í hláturinn hjá DorritVísir/VilhelmDorrit var valin kona ársins árið 2006 hjá tímaritinu Nýju Lífi.Vísir/VilhelmDorrit ásamt Skúla Mogensen og Hilmari Hilmarssyni allsherjargoða við vígslu nýrrar þotu WOW air árið 2015Vísir/VilhelmDorrit mundar varagloss af kostgæfni til hjálpar söfnunarinnar á allra vörum árið 2013Vísir/ValgarðurDorrit og Ólafur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2013Mynd/Rut SigurðardóttirDorrit heilsar skólabörnum í heimsókn í SkagafirðiVísir/GVAÓlafur og Dorrit á verðlaunaafhendingu Eddunnar árið 2014.Vísir/DaníelHér skoða hjónin greinilega eitthvað æsispennandi.Vísir/Anton BrinkDorrit með börnum á Öskudegi á Bessastöðum.Vísir/GVADorrit við þingsetningu árið 2009Vísir/GVADorrit er greinilega mikið jólabarnVísir/VilhelmDorrit sést hér nudda Loga Geirsson handboltamann á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008Vísir/VilhelmDorrit og Ólafur virða fyrir sér veiðistangir með George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.Vísir/Stefán
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira