Hafa trú á Andra, FH og ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2017 06:00 Stjörnumenn og Eyjamenn berjast á sitt hvorum endanum í lokaumferðinni, Stjarnan um 2. sætið og ÍBV um að bjarga sér frá falli. Fréttablaðið/ Andri Marinó Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Eyjamenn þekkja það vel að bjarga sér frá falli í lokaumferð Íslandsmótsins og gætu bætt enn einu björgunarafrekinu við í dag. Markametið, annað sætið og sæti í deildinni 2018 eru undir í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. Fréttablaðið hafði samband við menn í þremur þáttum: Stöð2 Sport um Pepsi-deildina, „Pepsi-mörkin“, „Síðustu 20“ og „Teignum“, og fékk þá til að svara þremur stærstu spurningunum í lokaumferðinni. Samkvæmt þeim þá eru mestar líkur á því að FH-ingar nái í silfurverðlaunin, Ólafsvíkingar falli og að Andri Rúnar Bjarnason að minnsta kostið jafni markametið. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hafa Eyjamenn bjargað sér í öll fjögur skiptin þar sem þeir hafa verið í fallbaráttu og ekki fallnir í lokaumferðinni. Það er við hæfi að á aldarfjórðungsafmæli einnar eftirminnilegustu björgunarinnar í sögu deildarinnar mætist sömu lið á sama stað. Fyrir 25 árum mættust ÍBV og KA í lokaumferðinni og áframhaldandi sæti í deildinni var undir. Martin Eyjólfsson var þá hetja Eyjamanna en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á KA á Hásteinsvellinum. KA-menn urðu aftur á móti að sætta sig við fall. Að þessu sinni eru nýliðar KA löngu öryggir með sæti sitt en heimamenn hafa aðeins eins stigs forskot á Víking úr Ólafsvík í baráttunni um síðasta örugga sætið. Eyjamenn þurftu aftur á hetjudáðum Martins að halda í lokaumferðinni árið eftir (1993) og aftur skoraði hann sigurmarkið sem hélt liðinu í deildinni. ÍBV-liðið bjargaði sér líka í lokaumferðunum 2005 og í fyrra. Bæði liðin í fallhættu í ár gátu einnig fallið í lokaumferðinni fyrir ári síðan en voru þá í betri stöðu. Fylkir sat þá í fallsæti fyrir lokaleikina og tap Árbæinga á KR-vellinum þýddi að úrslitin úr leikjum Eyjamanna (jafntefli við FH) og Ólafsvíkinga (tap fyrir Stjörnunni) skiptu ekki máli. Mikið er búið að skrifa um Andra Rúnar Bjarnason og markametið á síðustu vikum en Bolvíkinginn vantar enn bara eitt mark til að verða fimmti leikmaður sem skorar 19 mörk á tímabili í efstu deild. Andri Rúnar skoraði ekki í síðasta leik norður á Akureyri en er nú á heimavelli þar sem hann hefur skorað í átta leikjum í röð og alls ellefu mörk í þessum átta síðustu leikjum. Á móti kemur að Fjölnir er ásamt Stjörnunni eina liðið í Pepsi-deildinni sem Andri Rúnar hefur ekki skorað á móti í sumar. Liðin hafa að litlu að keppa og því gæti þetta snúist mikið um Andra og markametið. Valsmenn fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan eftir leik sinn á móti Víkingi en tvenn silfurverðlaunin verða annaðhvort afhent á KR-velli eða í Kaplakrika. Stjarnan og FH misstu bæði af Íslandsmeistaratitlinum en tryggðu sér Evrópusætið og berjast síðan um annað sætið í dag. FH-liðið hefur verið meðal tveggja efstu í deildinni fjórtán tímabil í röð en Hafnfirðingar eru í þriðja sætinu á markatölu fyrir lokaumferðina. Stjörnumenn geta tekið silfrið annað árið í röð en þurfa að sækja KR-inga heim. FH-ingar taka á móti Blikum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Tveimur mörkum frá ódauðleika: Andri Rúnar fær góðar kveðjur frá 19 marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur 180 mínútur til að bæta eftirsóttasta met íslenska boltans: Flest mörk á einni leiktíð. 23. september 2017 07:00