Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 09:00 Stefnt er að því að slíta Lindarhvoli á fyrri hluta næsta árs. Vísir/Anton Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira