Mikið hefur Ibsen verið gott skáld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2017 10:15 "Það er ekkert hlé. Við ruslum þessu af á innan við tveimur tímum en það kemur ekkert niður á innihaldi verksins,“ segir Sólveig um sýninguna. Vísir/Stefán Mér hefur stundum orðið hugsað til þess á æfingatímanum að stelpan sem ég lék í Stellu í orlofi sagði: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld“ – og þar fór hún með rétt mál,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem tekst á við stórt hlutverk í Óvini fólksins eftir Ibsen í kvöld í fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Sólveig er nýflutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi en kveðst þó verða í verkefni í Þýskalandi með vorinu. „Fjölskyldan var flutt heim svo mér var ekki stætt á öðru en elta. Enda vildi ég það og finnst það ljómandi gott,“ segir hún glaðlega. – Svo snúum við okkur aftur að Ibsen. „Flest góð leikritaskáld skrifa um manneskjuna, aðallega breyskleika hennar og Ibsen er snillingur í því. Í Óvini mannsins er eins og hann sé að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi; um pólitíkina, lýðræðið og hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann bendir á að því fylgir gríðarleg ábyrgð að vera þegn í lýðræðisríki og að okkur kjósendum hættir til að hugsa um daginn í dag og ráðstafa atkvæði okkar út frá því. Við sjáum líka að um leið og eitthvað snertir fólk persónulega, atvinnuöryggi eða budduna, eru prinsipp fljót að víkja.“ Sólveig segir að í Óvini fólksins sé Ibsen með sannleika sem borinn sé fram af einum manni en sá sannleikur muni kollvarpa samfélaginu og svipta kannski bæjarbúa – til skamms tíma litið – öryggi þeirra og stöðugleika, ógna blómlegri byggð og gríðarlegri uppbyggingu. „En til langs tíma litið yrði katastrófa ef ekki væri tekið tillit til þessa sannleika. Það þyrfti samt U-beygju og allir yrðu að taka á sig skell. Þarna er náttúran undir, því talar þetta leikrit mjög vel til okkar.“ Grundvallarspurningar um hvort við getum gengið út frá því að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér koma líka fram hjá Ibsen í Óvini fólksins, þótt hann sé ekkert að tala fyrir öðru stjórnarformi, að sögn Sólveigar. „Þjóðverjar kusu Hitler yfir sig sem ríkiskanslara 1933 og við getum horft til síðustu mánaða, forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit,“ bendir hún á sem skírskotun í samtímann. „Sannleiksberinn í verkinu, Stockman, sem Björn Hlynur leikur, gengur meira að segja svo langt að við förum líka að efast um hann. Ibsen er einfaldlega að segja: Við verðum að hafa varann á því við erum öll breysk.“ Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mér hefur stundum orðið hugsað til þess á æfingatímanum að stelpan sem ég lék í Stellu í orlofi sagði: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld“ – og þar fór hún með rétt mál,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem tekst á við stórt hlutverk í Óvini fólksins eftir Ibsen í kvöld í fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Sólveig er nýflutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi en kveðst þó verða í verkefni í Þýskalandi með vorinu. „Fjölskyldan var flutt heim svo mér var ekki stætt á öðru en elta. Enda vildi ég það og finnst það ljómandi gott,“ segir hún glaðlega. – Svo snúum við okkur aftur að Ibsen. „Flest góð leikritaskáld skrifa um manneskjuna, aðallega breyskleika hennar og Ibsen er snillingur í því. Í Óvini mannsins er eins og hann sé að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi; um pólitíkina, lýðræðið og hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann bendir á að því fylgir gríðarleg ábyrgð að vera þegn í lýðræðisríki og að okkur kjósendum hættir til að hugsa um daginn í dag og ráðstafa atkvæði okkar út frá því. Við sjáum líka að um leið og eitthvað snertir fólk persónulega, atvinnuöryggi eða budduna, eru prinsipp fljót að víkja.“ Sólveig segir að í Óvini fólksins sé Ibsen með sannleika sem borinn sé fram af einum manni en sá sannleikur muni kollvarpa samfélaginu og svipta kannski bæjarbúa – til skamms tíma litið – öryggi þeirra og stöðugleika, ógna blómlegri byggð og gríðarlegri uppbyggingu. „En til langs tíma litið yrði katastrófa ef ekki væri tekið tillit til þessa sannleika. Það þyrfti samt U-beygju og allir yrðu að taka á sig skell. Þarna er náttúran undir, því talar þetta leikrit mjög vel til okkar.“ Grundvallarspurningar um hvort við getum gengið út frá því að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér koma líka fram hjá Ibsen í Óvini fólksins, þótt hann sé ekkert að tala fyrir öðru stjórnarformi, að sögn Sólveigar. „Þjóðverjar kusu Hitler yfir sig sem ríkiskanslara 1933 og við getum horft til síðustu mánaða, forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit,“ bendir hún á sem skírskotun í samtímann. „Sannleiksberinn í verkinu, Stockman, sem Björn Hlynur leikur, gengur meira að segja svo langt að við förum líka að efast um hann. Ibsen er einfaldlega að segja: Við verðum að hafa varann á því við erum öll breysk.“
Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira