Mikið hefur Ibsen verið gott skáld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2017 10:15 "Það er ekkert hlé. Við ruslum þessu af á innan við tveimur tímum en það kemur ekkert niður á innihaldi verksins,“ segir Sólveig um sýninguna. Vísir/Stefán Mér hefur stundum orðið hugsað til þess á æfingatímanum að stelpan sem ég lék í Stellu í orlofi sagði: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld“ – og þar fór hún með rétt mál,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem tekst á við stórt hlutverk í Óvini fólksins eftir Ibsen í kvöld í fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Sólveig er nýflutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi en kveðst þó verða í verkefni í Þýskalandi með vorinu. „Fjölskyldan var flutt heim svo mér var ekki stætt á öðru en elta. Enda vildi ég það og finnst það ljómandi gott,“ segir hún glaðlega. – Svo snúum við okkur aftur að Ibsen. „Flest góð leikritaskáld skrifa um manneskjuna, aðallega breyskleika hennar og Ibsen er snillingur í því. Í Óvini mannsins er eins og hann sé að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi; um pólitíkina, lýðræðið og hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann bendir á að því fylgir gríðarleg ábyrgð að vera þegn í lýðræðisríki og að okkur kjósendum hættir til að hugsa um daginn í dag og ráðstafa atkvæði okkar út frá því. Við sjáum líka að um leið og eitthvað snertir fólk persónulega, atvinnuöryggi eða budduna, eru prinsipp fljót að víkja.“ Sólveig segir að í Óvini fólksins sé Ibsen með sannleika sem borinn sé fram af einum manni en sá sannleikur muni kollvarpa samfélaginu og svipta kannski bæjarbúa – til skamms tíma litið – öryggi þeirra og stöðugleika, ógna blómlegri byggð og gríðarlegri uppbyggingu. „En til langs tíma litið yrði katastrófa ef ekki væri tekið tillit til þessa sannleika. Það þyrfti samt U-beygju og allir yrðu að taka á sig skell. Þarna er náttúran undir, því talar þetta leikrit mjög vel til okkar.“ Grundvallarspurningar um hvort við getum gengið út frá því að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér koma líka fram hjá Ibsen í Óvini fólksins, þótt hann sé ekkert að tala fyrir öðru stjórnarformi, að sögn Sólveigar. „Þjóðverjar kusu Hitler yfir sig sem ríkiskanslara 1933 og við getum horft til síðustu mánaða, forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit,“ bendir hún á sem skírskotun í samtímann. „Sannleiksberinn í verkinu, Stockman, sem Björn Hlynur leikur, gengur meira að segja svo langt að við förum líka að efast um hann. Ibsen er einfaldlega að segja: Við verðum að hafa varann á því við erum öll breysk.“ Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Mér hefur stundum orðið hugsað til þess á æfingatímanum að stelpan sem ég lék í Stellu í orlofi sagði: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld“ – og þar fór hún með rétt mál,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem tekst á við stórt hlutverk í Óvini fólksins eftir Ibsen í kvöld í fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Sólveig er nýflutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Þýskalandi en kveðst þó verða í verkefni í Þýskalandi með vorinu. „Fjölskyldan var flutt heim svo mér var ekki stætt á öðru en elta. Enda vildi ég það og finnst það ljómandi gott,“ segir hún glaðlega. – Svo snúum við okkur aftur að Ibsen. „Flest góð leikritaskáld skrifa um manneskjuna, aðallega breyskleika hennar og Ibsen er snillingur í því. Í Óvini mannsins er eins og hann sé að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi; um pólitíkina, lýðræðið og hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann bendir á að því fylgir gríðarleg ábyrgð að vera þegn í lýðræðisríki og að okkur kjósendum hættir til að hugsa um daginn í dag og ráðstafa atkvæði okkar út frá því. Við sjáum líka að um leið og eitthvað snertir fólk persónulega, atvinnuöryggi eða budduna, eru prinsipp fljót að víkja.“ Sólveig segir að í Óvini fólksins sé Ibsen með sannleika sem borinn sé fram af einum manni en sá sannleikur muni kollvarpa samfélaginu og svipta kannski bæjarbúa – til skamms tíma litið – öryggi þeirra og stöðugleika, ógna blómlegri byggð og gríðarlegri uppbyggingu. „En til langs tíma litið yrði katastrófa ef ekki væri tekið tillit til þessa sannleika. Það þyrfti samt U-beygju og allir yrðu að taka á sig skell. Þarna er náttúran undir, því talar þetta leikrit mjög vel til okkar.“ Grundvallarspurningar um hvort við getum gengið út frá því að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér koma líka fram hjá Ibsen í Óvini fólksins, þótt hann sé ekkert að tala fyrir öðru stjórnarformi, að sögn Sólveigar. „Þjóðverjar kusu Hitler yfir sig sem ríkiskanslara 1933 og við getum horft til síðustu mánaða, forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit,“ bendir hún á sem skírskotun í samtímann. „Sannleiksberinn í verkinu, Stockman, sem Björn Hlynur leikur, gengur meira að segja svo langt að við förum líka að efast um hann. Ibsen er einfaldlega að segja: Við verðum að hafa varann á því við erum öll breysk.“
Menning Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira