Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Birgir Olgeirsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 27. september 2017 00:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Alþingi Uppreist æru Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Alþingi Uppreist æru Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira