Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 15:34 Mark Zuckerberg og félagar hjá Facebook segja að rússnesku auglýsingarnar hafi aðeins verið lítill hluti af þeim auglýsingum sem voru keyptar fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/AFP Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26