Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 16:36 Fólk sækir sér vatn í laug sem myndaðist eftir aurskriðu nærri Corozal, vestur af San Juan. Stór hluti landsmanna er án nauðsynja eins og rafmagns og vatns. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin. Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja Púertó Ríkó í næstu viku til að sjá með eigin augum eyðilegginguna sem fellibylurinn María hefur valdið þar. Ráðamenn á eyjunni vara við aðsteðjandi mannúðarástandi. Allir rafmagnsnotendur eyjunnar eru enn án rafmagns og fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri þrátt fyrir að tæplega vika sé liðin frá því að María gekk yfir eyjuna sem fjórða stigs fellibylur. Fátt bendir til að rafmagn komist aftur á í bráð, að sögn CNN-fréttastofunnar. Matvæli og lyf eru einnig að verða af skornum skammti, ekki síst í byggðum inn til lands sem hafa einangrast vegna skemmda á vegum. Sjúkrahús hafa þurft að keyra á dísilvararafstöðvum en eldsneytisskortur er einnig yfirvofandi. Þá eru margir án drykkjavatns. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og landsmenn teljast bandarískir þegnar þótt þeir hafi ekki kosningarétt í bandarískum kosningum.Gagnrýnd fyrir sein viðbrögð Almannavarnir Bandaríkjanna hafa sent tíu þúsund starfsmenn til eyjunnar ásamt neyðargögnum. Skemmdir sem hafa orðið á innviðum eins og höfnum og flugvöllum hafa hins vegar tafið hjálparstarf. Ríkisstjórinn Ricardo Castelló hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alríkisstjórn Bandaríkjanna og það fljótt.Miklar skemmdir hafa orðið á samgönguinnviðum Púertó Ríkó. Dreifbýlissvæði hafa einangrast af þeim sökum og ekki hjálpar til að fjarskiptakerfi liggja að miklu leyti niðri sömuleiðis.Vísir/AFPTrump sagði í dag að hann ætli sér að heimsækja eyjuna þriðjudaginn 3. október. Dagskrá hans leyfi honum ekki að fara fyrr og þá vilji hann ekki trufla neyðarstarf, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Forsetinn og alríkisstjórnin hafa verið gagnrýnd fyrir að taka ástandið á Púertó Ríkó ekki eins föstum tökum og í Texas og Flórída þegar fellibyljirnir Harvey og Irma gengu þar yfir.Taki fólk fram yfir skuldirEkki síst vakti það armæðu þegar Trump tísti loksins um ástandið í gær eftir að hafa þagað þunnu hljóði um það og kosið frekar að beina kröftum sínum að því að efna til illdeilna um mótmæli ruðningsmanna. Trump talaði í tístunum um miklar skuldir Púertó Ríkó og að á þeim þyrfti að taka. Púertó Ríkó lenti í greiðsluþroti fyrr á þessu ári. Stjórnvöld þar óskuðu eftir fjögurra vikna framlengingu á fresti sem þau höfðu til að standast skilmála um greiðsluþrotið. Skuldir Púertó Ríkó nema 72 milljörðum dollara, samkvæmt frétt Reuters. Sú ákvörðun Trump að blanda fjármálum Púertó Ríkó saman við neyðarástandið þar féll ekki í frjóan jarðveg hjá Carmen Yulin Cruz, borgarstjóra höfuðborgarinnar San Juan. Hún lýsti ástandinu á eyjunni sem mannúðarástandi við CNN í dag. „Maður setur ekki skuldir ofar fólki, maður setur fólk ofar skuldum,“ sagði Yulin.
Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36 María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Alvarlegt mannúðarástand er í uppsiglingu á Púertó Ríkó. Skortur á eldsneyti ágerir rafmagnsleysi sem gæti varað í mánuði. 25. september 2017 14:36
María nær landi Puerto Rico Þúsundir íbúa halda til í neyðarskýlum en búist er við miklum skemmdum. 20. september 2017 12:02
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent