Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson skrifar 27. september 2017 06:00 Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Kosningar 2017 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslendingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosninga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðugleiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórnmálin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sáttfýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðugleika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tækifæri vel.Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun