Ekkert byggt utan höfuðborgarsvæðis Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Húsnæðisskortur er ekki einungis vandamál á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Áttatíu prósent alls nýs íbúðarhúsnæðis frá hruni fjármálakerfisins árið 2008 hafa verið byggð á höfuðborgarsvæðinu. Algjört frost hefur verið í byggingum nýrra íbúða utan stórhöfuðborgarsvæðisins ef Akureyri er frátalin. Á sama tíma segjast sveitarstjórnarmenn finna fyrir áhuga fólks á að flytja í landsbyggðirnar en húsnæði skortir.Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál í landsbyggðunum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Þar kom fram að húsnæðisskortur væri mjög mikill fjarri höfuðborginni í hinum dreifðu byggðum landsins en lítið sem ekkert framboð væri af húsnæði. „Það er skortur á húsnæði hjá okkur í Húnaþingi vestra,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. „Það gengur til að mynda erfiðlega að manna starfsfólk í okkar sveitarfélagi. Fólk vill koma og vinna í sveitarfélaginu og vinnu er að hafa. Hins vegar getur það ekki komið því það er skortur á húsnæði. Okkar vandi er síður en svo einsdæmi.“ Sveitarfélög landsins vinna nú að húsnæðisáætlun sem mun hjálpa Íbúðalánasjóði mjög við greiningu á vandanum. Húsnæðisþing sveitarfélaganna er áformað um miðjan næsta mánuð þar sem sveitarfélög munu ráða ráðum sínum. Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir tækifæri fyrir stofnunina og Íbúðalánasjóð að vinna nánar saman að kortlagningu málaflokksins í heild og skoða landið svæðaskipt. Vandi svæða sé mismunandi eftir staðsetningu og því þurfi að afla frekari gagna til að geta áttað sig betur á þessum mikla húsnæðisvanda í landsbyggðunum. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Áttatíu prósent alls nýs íbúðarhúsnæðis frá hruni fjármálakerfisins árið 2008 hafa verið byggð á höfuðborgarsvæðinu. Algjört frost hefur verið í byggingum nýrra íbúða utan stórhöfuðborgarsvæðisins ef Akureyri er frátalin. Á sama tíma segjast sveitarstjórnarmenn finna fyrir áhuga fólks á að flytja í landsbyggðirnar en húsnæði skortir.Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál í landsbyggðunum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Þar kom fram að húsnæðisskortur væri mjög mikill fjarri höfuðborginni í hinum dreifðu byggðum landsins en lítið sem ekkert framboð væri af húsnæði. „Það er skortur á húsnæði hjá okkur í Húnaþingi vestra,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. „Það gengur til að mynda erfiðlega að manna starfsfólk í okkar sveitarfélagi. Fólk vill koma og vinna í sveitarfélaginu og vinnu er að hafa. Hins vegar getur það ekki komið því það er skortur á húsnæði. Okkar vandi er síður en svo einsdæmi.“ Sveitarfélög landsins vinna nú að húsnæðisáætlun sem mun hjálpa Íbúðalánasjóði mjög við greiningu á vandanum. Húsnæðisþing sveitarfélaganna er áformað um miðjan næsta mánuð þar sem sveitarfélög munu ráða ráðum sínum. Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir tækifæri fyrir stofnunina og Íbúðalánasjóð að vinna nánar saman að kortlagningu málaflokksins í heild og skoða landið svæðaskipt. Vandi svæða sé mismunandi eftir staðsetningu og því þurfi að afla frekari gagna til að geta áttað sig betur á þessum mikla húsnæðisvanda í landsbyggðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Húsnæðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira