Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Urðunarstaður Stekkjarvíkur er í landi Sölvabakka. Frettabladid/pjetur vísir/pjetur Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira