Urða frekar úrgang en að nýta hann í moltu Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Urðunarstaður Stekkjarvíkur er í landi Sölvabakka. Frettabladid/pjetur vísir/pjetur Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri. Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Urðunarstaðurinn Stekkjarvík við Blönduós mun á næstu dögum óska eftir undanþágu á starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Telja forsvarsmenn urðunarstaðarins að þeir fari yfir leyfilegt magn úrgangs til urðunar í ár vegna aukins sláturúrgangs sem þeir urða á staðnum. Urðunarstaðurinn hefur leyfi til að urða allt að 21.000 tonn árlega. Árið 2014 voru um 16 þúsund tonn urðuð á staðnum svo magnið hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Mestmegnis er það sláturúrgangur. Árið 2012 var bætt við urðunarhólfi fyrir sláturúrgang og dýrahræ en sá úrgangur er urðaður sérstaklega. Fannar Viggósson, verkstjóri urðunarstaðarins, segir tvær meginskýringar á því að þörf sé á undanþágu frá Umhverfisstofnun. Annars vegar hendi einstaklingar meiru en þeir gerðu hér áður fyrr, sem er merki um uppsveiflu í einkaneyslu, og hins vegar að tekið sé við sorpi og úrgangi frá stærra svæði. Upptökusvæði sorps sem tekið er á móti í Stekkjarvík er allt Norðurland að mestu leyti. Allt frá Húnaþingi vestra austur í Norðurþing. „Við erum til að mynda að taka sláturúrgang frá stærstu sláturhúsum Norðurlands og það fellur til afar mikið af sláturúrgangi frá þessum stóru aðilum. Við tökum síðan á móti efni allt frá Húsavík og því er þetta farið að stækka hjá okkur. Þegar við fengum starfsleyfið átti þetta að vera feikinóg en annað hefur komið á daginn,“ segir Fannar. Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Moltu í Eyjafirði, segist geta tekið við öllum þeim sláturúrgangi sem fellur til á Norðurlandi. Það sé hins vegar þannig að það sé ódýrara fyrir fyrirtækin að láta urða úrganginn en að búa til moltu úr honum. Hið síðarnefnda er þó mun umhverfisvænna í alla staði. Hægt er að vinna mikið magn moltu úr lífrænum úrgangi sem nýtist vel við landgræðslu hvers konar. Landsvirkjun hefur til að mynda nýtt moltu til að bæta kolefnisspor sitt. Einnig hefur Landgræðslan og Skógrækt ríkisins notað moltu með mjög góðum árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Húnaþing vestra Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira